Morgunvöfflur án glútens 28. maí 2011 00:01 Glúteinlausar morgunverðarvöfflur eða -lummur eru oft á borðum hjá Tínu Guðbrandsdóttur Jezorski gullsmið. Hér er hún ásamt dóttur sinni Jöklu Júlíu. Fréttablaðið/GVA Tína Guðbrandsdóttir Jezorski gullsmiður og eiginmaður hennar, Sigurjón Hansson, tóku upp glútenlaust mataræði fyrir um það bil ári þegar Sigurjón greindist með glútenóþol. Tína segir margt hafa breyst síðan þá, þegar glútenlausar matvörur fengust í litlu úrvali í búðum en í dag fæst glútenlaust hráefni í mun meira úrvali að hennar sögn. „Þetta var mikill hausverkur þegar við tókum glúten út úr mataræði okkar fyrir ári. Það er mikil breyting sem hefur orðið á þessu eina ári í úrvali á glútenlausri fæðu og sem dæmi má nefna var aðeins ein pastategund án glútens í boði í verslunum. Í dag eru heilu rekkarnir í verslunum sem okkur er óhætt að versla úr." Sem dæmi má nefna er glúten í hveiti, spelti, kexi, súpum, pasta og flestum tilbúnum mat. Tína og Sigurjón eiga þrjú börn, Emil Bjart, átta ára, Katarínu Eik, 10 ára, og Jöklu Júlíu sem er á öðru ári. Tína segir að þar sem fyrirhöfnin sé mikil að elda tvöfalt sé ekkert keypt inn til heimilisins sem inniheldur glúten. „Krakkarnir fá þó alveg kleinuhringi og slíkt úti í bakaríi við og við en innkaupin eru miðuð við glútenlaust. Annars erum við búin að einskorða val okkar við lífræna fæðu í mörg ár en engu að síður var Sigurjón alltaf hálf slappur og veikur og á ofnæmislyfjum þar til við tókum glútenið út. Síðan þá hefur hann ekki kennt sér meins." Tína segir síðasta árið hafa farið í að þróa uppskriftir en henni hafi reynst vel að nota bara venjulegar uppskriftabækur og skipta þar út til að mynda hveiti fyrir bókhveiti, nota vínsteinslyftiduft í stað venjulegs lyftidufts og hirsiflögur í stað haframjöls. „Morgunverðurinn sem við eldum svo oftast eru þessar vöfflur eða lummur. Það má leika sér svolítið með deigið, til að mynda bæta döðlum við til að gera þær svolítið sætari. Þá er líka hægt að taka prímus og pönnu með sér í útilegur og hafa heitar lummur í morgunmat." -jma Glútenlausar vöfflur fyrir fjóra 2 bollar glútenlaust mjöl, til dæmis bókhveiti, rísmjöl, quinuamjöl eða amarant (einnig gott að blanda saman tegundum) ½ bolli hirsiflögur 1½ tsk. vínsteinslyftiduft smá himalajasalt 3 msk. mulin fræ, svo sem sesamfræ, graskersfræ, hörfræ eða sólblómafræ (gott að blanda einhverju saman) 2 egg 4-5 msk. ólívuolía 2 bollar vatn, rísmjólk eða sojamjólk smá agavesíróp Blandið saman þurrefnum og hrærið út með hluta af vökvanum. Blandið eggjunum saman við og hrærið vel. Blandið olíunni saman og þynnið að lokum með því sem eftir er af vökvanum. Bakið í vöfflujárni en einnig má gera lummur á pönnukökupönnu. Borið fram með sultu, osti, hlynsírópi eða hunangi. Dögurður Morgunmatur Uppskriftir Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Brúðkaup ársins 2024 Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið
Tína Guðbrandsdóttir Jezorski gullsmiður og eiginmaður hennar, Sigurjón Hansson, tóku upp glútenlaust mataræði fyrir um það bil ári þegar Sigurjón greindist með glútenóþol. Tína segir margt hafa breyst síðan þá, þegar glútenlausar matvörur fengust í litlu úrvali í búðum en í dag fæst glútenlaust hráefni í mun meira úrvali að hennar sögn. „Þetta var mikill hausverkur þegar við tókum glúten út úr mataræði okkar fyrir ári. Það er mikil breyting sem hefur orðið á þessu eina ári í úrvali á glútenlausri fæðu og sem dæmi má nefna var aðeins ein pastategund án glútens í boði í verslunum. Í dag eru heilu rekkarnir í verslunum sem okkur er óhætt að versla úr." Sem dæmi má nefna er glúten í hveiti, spelti, kexi, súpum, pasta og flestum tilbúnum mat. Tína og Sigurjón eiga þrjú börn, Emil Bjart, átta ára, Katarínu Eik, 10 ára, og Jöklu Júlíu sem er á öðru ári. Tína segir að þar sem fyrirhöfnin sé mikil að elda tvöfalt sé ekkert keypt inn til heimilisins sem inniheldur glúten. „Krakkarnir fá þó alveg kleinuhringi og slíkt úti í bakaríi við og við en innkaupin eru miðuð við glútenlaust. Annars erum við búin að einskorða val okkar við lífræna fæðu í mörg ár en engu að síður var Sigurjón alltaf hálf slappur og veikur og á ofnæmislyfjum þar til við tókum glútenið út. Síðan þá hefur hann ekki kennt sér meins." Tína segir síðasta árið hafa farið í að þróa uppskriftir en henni hafi reynst vel að nota bara venjulegar uppskriftabækur og skipta þar út til að mynda hveiti fyrir bókhveiti, nota vínsteinslyftiduft í stað venjulegs lyftidufts og hirsiflögur í stað haframjöls. „Morgunverðurinn sem við eldum svo oftast eru þessar vöfflur eða lummur. Það má leika sér svolítið með deigið, til að mynda bæta döðlum við til að gera þær svolítið sætari. Þá er líka hægt að taka prímus og pönnu með sér í útilegur og hafa heitar lummur í morgunmat." -jma Glútenlausar vöfflur fyrir fjóra 2 bollar glútenlaust mjöl, til dæmis bókhveiti, rísmjöl, quinuamjöl eða amarant (einnig gott að blanda saman tegundum) ½ bolli hirsiflögur 1½ tsk. vínsteinslyftiduft smá himalajasalt 3 msk. mulin fræ, svo sem sesamfræ, graskersfræ, hörfræ eða sólblómafræ (gott að blanda einhverju saman) 2 egg 4-5 msk. ólívuolía 2 bollar vatn, rísmjólk eða sojamjólk smá agavesíróp Blandið saman þurrefnum og hrærið út með hluta af vökvanum. Blandið eggjunum saman við og hrærið vel. Blandið olíunni saman og þynnið að lokum með því sem eftir er af vökvanum. Bakið í vöfflujárni en einnig má gera lummur á pönnukökupönnu. Borið fram með sultu, osti, hlynsírópi eða hunangi.
Dögurður Morgunmatur Uppskriftir Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Brúðkaup ársins 2024 Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið