Handbolti

Ásta Birna: Alltaf sérstaklega sætt að vinna Val

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Ásta Birna Gunnarsdóttir.
Ásta Birna Gunnarsdóttir. Mynd/Daníel
„Við erum ótrúlega ánægðar með þennan sigur, við vorum einbeittar og spiluðum hörku vörn hérna í dag," sagði Ásta Birna Gunnarsdóttir, fyrirliði Fram eftir 26-21 sigur á Val í toppslag N1 deildar kvenna í dag. Framliðið komst með því að topp deildarinnar.

„Það var kominn tími á sigur gegn Val, við vorum greinilega mjög ákveðnar að ná því hér í dag. Markaskorunin dreifðist mjög vel yfir liðið og við tókum allar þátt í sóknarleiknum."

„Við náðum að halda haus allan tímann, við náðum forskotinu snemma og við slepptum því aldrei. Við lögðum sérstaklega áherslu fyrir þennan leik að stöðva hraðaupphlaupin hjá Val og Hekla hljóp endalaust til baka að stöðva þau og við vorum oft mættar fjórar til baka til að verjast hraðaupphlaupunum."

„Maður fer í alla leiki til að vinna en það er alltaf sérstaklega sætt að vinna Val," sagði Ásta.


Tengdar fréttir

Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 26-21 | Framkonur á toppinn

Góður varnarleikur Fram skapaði 5 marka sigur þeirra á Val í Safamýrinni í dag en með þessum sigri tylla þær sér á topp N1-deildar kvenna. Þær höfðu undirtökin nánast allann leikinn og náðu Valsstúlkur aðeins einu sinni forystunni í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×