Tiger Woods er í fyrsta sæti að loknum þriðja keppnisdegi á HSBC Golfmótinu í Abu Dhabi. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni.
Woods fór á kostum í dag og tapaði engu höggi á holunum átján. Hann spilaði á sex höggum undir pari og er á ellefu höggum undir pari samanlagt. Hann deilir toppsætinu með Englendingnum Robert Rock sem spilaði einnig á sex undir pari.
Norður-Írinn Rory McIlroy er einn fjögurra sem koma næstir á eftir Woods og Rock á níu höggum undir pari samanlagt.
Stöðuna í mótinu má sjá með því að smella hér.
Lokahringurinn verður spilaður á morgun.
Tiger Woods í stuði - efstur að loknum þriðja degi
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið

Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti

Gary Martin aftur í ensku deildina
Fótbolti


Furðu erfitt að mæta systur sinni
Fótbolti

„Ég hefði getað sett þrjú“
Íslenski boltinn

Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn
Íslenski boltinn



