Birna Berg spilar ekki í sumar - meinað að spila með landsliðum Íslands Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. janúar 2012 14:07 Hand- og knattspyrnukonan Birna Berg Haraldsdóttir spilar ekki í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu í sumar. Birna Berg meiddist í viðureign Fram gegn Val fyrr í janúar og nú er ljóst að fremra krossband er slitið og liðþófi rifinn. Þetta kemur fram í viðtali Birnu við fréttasíðuna sem fotbolti.net. Birna fór á kostum með ÍBV síðastliðið sumar og vakti sérstaklega mikla athygli í fyrstu umferðum Íslandsmótsins. Hún hélt nefnilega marki Eyjamanna hreinu í fyrstu fimm umferð mótsins en hún var í láni hjá ÍBV frá FH. Tilkynnt að hún yrði ekki aftur valin í íslenska landsliðið í knattspyrnu Birna Berg stóð frammi fyrir þeirri ákvörðun síðastliðið haust að velja á milli þess að spila með A-landsliði kvenna í handknattleik á HM í Brasilíu eða með U19-ára landsliðinu í knattspyrnu. Birna valdi handboltann fram yfir fótboltann í það skiptið og það virðist hafa verið dýrkeypt ákvörðun. „Seinna í sömu viku var mér tilkynnt það af KSÍ að ég myndi ekki vera valin aftur í fótboltalandslið á meðan ég væri í handbolta. Fljótlega eftir það gerði ég mér grein fyrir því að mér þætti tilgangslaust að æfa fótbolta og stefna á að komast í fremstu raðir ef að ég kæmi ekki til greina í landsliðið því það hefur alltaf verið mitt markmið að komast í A landsliðið og vera ein af bestu markmönnum landsins," segir Birna í viðtalinu á fotbolti.net. Þá segir Birna að í kjölfarið hafi áhugi hennar á fótboltanum dofnað og handboltinn orðið meira spennandi. Hún treystir sé þó ekki til þess að útiloka aðra hvora íþróttina keppnisárið 2013 þegar hún verður vonandi búin að jafna sig á meiðslunum.Allt viðtalið við Birnu má sjá hér. Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari U19 ára landsliðs kvenna í knattspyrnu, og Sigurður Ragnar Eyjólfsson, A-landsliðsþjálfari kvenna, sögðust ekki vilja ræða málið þar til þeir hefðu haft tök á að lesa viðtalið. Nánar verður fjallað um málið hér á Vísi síðar í dag. Olís-deild kvenna Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Fleiri fréttir „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Sjá meira
Hand- og knattspyrnukonan Birna Berg Haraldsdóttir spilar ekki í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu í sumar. Birna Berg meiddist í viðureign Fram gegn Val fyrr í janúar og nú er ljóst að fremra krossband er slitið og liðþófi rifinn. Þetta kemur fram í viðtali Birnu við fréttasíðuna sem fotbolti.net. Birna fór á kostum með ÍBV síðastliðið sumar og vakti sérstaklega mikla athygli í fyrstu umferðum Íslandsmótsins. Hún hélt nefnilega marki Eyjamanna hreinu í fyrstu fimm umferð mótsins en hún var í láni hjá ÍBV frá FH. Tilkynnt að hún yrði ekki aftur valin í íslenska landsliðið í knattspyrnu Birna Berg stóð frammi fyrir þeirri ákvörðun síðastliðið haust að velja á milli þess að spila með A-landsliði kvenna í handknattleik á HM í Brasilíu eða með U19-ára landsliðinu í knattspyrnu. Birna valdi handboltann fram yfir fótboltann í það skiptið og það virðist hafa verið dýrkeypt ákvörðun. „Seinna í sömu viku var mér tilkynnt það af KSÍ að ég myndi ekki vera valin aftur í fótboltalandslið á meðan ég væri í handbolta. Fljótlega eftir það gerði ég mér grein fyrir því að mér þætti tilgangslaust að æfa fótbolta og stefna á að komast í fremstu raðir ef að ég kæmi ekki til greina í landsliðið því það hefur alltaf verið mitt markmið að komast í A landsliðið og vera ein af bestu markmönnum landsins," segir Birna í viðtalinu á fotbolti.net. Þá segir Birna að í kjölfarið hafi áhugi hennar á fótboltanum dofnað og handboltinn orðið meira spennandi. Hún treystir sé þó ekki til þess að útiloka aðra hvora íþróttina keppnisárið 2013 þegar hún verður vonandi búin að jafna sig á meiðslunum.Allt viðtalið við Birnu má sjá hér. Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari U19 ára landsliðs kvenna í knattspyrnu, og Sigurður Ragnar Eyjólfsson, A-landsliðsþjálfari kvenna, sögðust ekki vilja ræða málið þar til þeir hefðu haft tök á að lesa viðtalið. Nánar verður fjallað um málið hér á Vísi síðar í dag.
Olís-deild kvenna Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Fleiri fréttir „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Sjá meira