Handbolti

Dagný best í fyrsta hlutanum

Dagný í leik með íslenska landsliðinu.
Dagný í leik með íslenska landsliðinu. Mynd/Pjetur
Dagný Skúladóttir er besti leikmaður N1-deildar kvenna í fyrstu níu umferðunum en tilkynnt var um valið í dag. Þrír leikmenn Vals og tveir Framarar eru í úrvalsliðinu.

Aðeins Sólveig Lára Kjærnested, hornamaður úr Stjörnunni og Eyjastúlkan Ester Óskarsdóttir komust í úrvalsliðið af leikmönnum annarra liða í deildinni. Besti þjálfarinn er Einar Jónsson, þjálfari Fram.

Fram er á toppi deildarinnar með fjórtán stig eftir að hafa unnið Val fyrr í þessum mánuði. Valur er einnig með fjórtán stig og hafði betur í bikarleik þessara tveggja liða nú fyrr í vikunni.

Úrvalsliðið er þannig skipað:

Hægra horn: Sólveig Lára Kjærnested, Stjörnunni.

Hægri skytta: Birna Berg Haraldsdóttir, Fram.

Leikstjórnandi: Ester Óskarsdóttir, ÍBV.

Vinstri skytta: Stella Sigurðardóttir, Fram.

Vinstra horn: Dagný Skúladóttir, Val.

Línumaður: Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, Val.

Þjálfari: Einar Jónsson, Fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×