Handbolti

Stjarnan og FH í undanúrslitin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Stefán
Stjarnan og FH komust í kvöld í undanúrslit Eimskipsbikars kvenna í handbolta en þau verða í pottinum ásamt Val og ÍBV. Stjarnan vann þriggja marka sigur á HK í Digranesi en FH vann fimm marka sigur á Gróttu á heimavelli.

Stjarnan vann 25-22 sigur á HK í Digranesi. Stjarnan lagði grunninn að sigrinum með því að skora 6 mörk gegn einu í seinni hluta fyrri hálfleiks og breyta stöðunni úr 7-6 fyrir HK í 12-8 fyrir Stjörnuna. Stjarnan var síðan 13-10 yfir í hálfleik og hélt forystunni út leikinn.

HK náði að minnka muninn í eitt mark, 13-14, í upphafi seinni hálfleiks og í 20-21 í lokin en náðu aldrei að jafna leikinn og Stjarnan tryggði sér sigurinn með góðum lokaspretti.

FH vann 25-20 sigur á Gróttu eftir að hafa verið 11-9 yfir í hálfleik.



HK - Stjarnan 22-25 (10-13)

Mörk HK: Elín Anna Baldursdóttir 7, Jóna Sigríður Halldórsdóttir 5, Heiðrún Björk Helgadóttir 3, Elva Björg Arnarsdóttir 2, Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 2, Gerður Arinbjarnar 1, Elísa Ósk Viðarsdóttir 1, Brynja Magnúsdóttir 1.

Mörk Stjörnunnar: Sólveig Lára Kjærnested 8, Jóna Margrét Ragnarsdóttir 6, Hanna Guðrún Stefánsdóttir 5, Rut Steinsen 3, Hildur Harðardóttir 2, Þórhildur Gunnarsdóttir 1.



FH - Grótta 25-20 (11-9)

Mörk FH: Kristrún Steinþórsdóttir 8, Ingibjörg Pálmadóttir 5, Sigrún Jóhannsdóttir 4, Steinunn Snorradóttir 3, Birna Íris Helgadóttir 3, Hind Hannesdóttir 1, Steinunn Guðjónsdóttir 1.

Mörk Gróttu: Sunna María Einarsdóttir 7, Unnur Ómarsdóttir 5, Sóley Arnarsdóttir 2, Elín Helga Jónsdóttir 2, Laufey Ásta Guðmundsdóttir 1, Tinna Laxdal Gautadóttir 1, Eva Björk Davíðsdóttir 1, Sigrún Birna Arnarsdóttir 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×