Varmá áfram hjá SVFR Karl Lúðvíksson skrifar 7. febrúar 2012 09:27 Flottur sjóbirtingur úr Varmá Mynd: Stjáni Ben Eftir nokkra óvissu liggur fyrir að Varmá/Þorleifslækur verður áfram í sölu hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur. Sala veiðileyfa hefst innan tíðar. Undanfarin ár hefur SVFR verið með vantasvæðið í umboðssölu fyrir Veiðifélag Varmár og Þorleifslækjar. Hefur sá hátturinn verið hafður á allt frá því að umhverfisslys varð við ána í nóvember árið 2007. Fram að þeim tíma hafði SVFR verið leigutaki en því var breytt í kjölfar slyssins. Nú hefur veiðileyfasalan aftur verið færð yfir í leigutökuformið. Frá og með komandi vori er Stangaveiðifélag Reykjavíkur á nýjan leik orðinn leigutaki af Varmá, og er það vel. Ekki hefur verið fullmótað með hvaða hætti sala veiðileyfa fer fram en félagsmönnum SVFR mun að sjálfsögðu bjóðast forkaupsréttur af veiðidögum. Veiði hefst 1. apríl næstkomandi, og því innan við tveir mánuðir í upphaf veiðitímans í ánni. Sala veiðileyfa mun verða rækilega auglýst síðar. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Langá á Mýrum fer yfir 1000 laxa fyrir helgi Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði Heildarveiðin í Veiðivötnum 20.293 fiskar Veiði Ytri Rangá gæti bætt við sig 500 löxum Veiði Skemmtilegur tími framundan í Varmá Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Fluguhnýtingarkeppni í tilefni 75 ára afmælis Veiðimannsins Veiði Fín veðurspá fyrir vatnaveiðina um helgina Veiði Vatnsdalsá opnaði í morgun Veiði Góðu tímibili lokið í Steinsmýrarvötnum Veiði
Eftir nokkra óvissu liggur fyrir að Varmá/Þorleifslækur verður áfram í sölu hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur. Sala veiðileyfa hefst innan tíðar. Undanfarin ár hefur SVFR verið með vantasvæðið í umboðssölu fyrir Veiðifélag Varmár og Þorleifslækjar. Hefur sá hátturinn verið hafður á allt frá því að umhverfisslys varð við ána í nóvember árið 2007. Fram að þeim tíma hafði SVFR verið leigutaki en því var breytt í kjölfar slyssins. Nú hefur veiðileyfasalan aftur verið færð yfir í leigutökuformið. Frá og með komandi vori er Stangaveiðifélag Reykjavíkur á nýjan leik orðinn leigutaki af Varmá, og er það vel. Ekki hefur verið fullmótað með hvaða hætti sala veiðileyfa fer fram en félagsmönnum SVFR mun að sjálfsögðu bjóðast forkaupsréttur af veiðidögum. Veiði hefst 1. apríl næstkomandi, og því innan við tveir mánuðir í upphaf veiðitímans í ánni. Sala veiðileyfa mun verða rækilega auglýst síðar. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Langá á Mýrum fer yfir 1000 laxa fyrir helgi Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði Heildarveiðin í Veiðivötnum 20.293 fiskar Veiði Ytri Rangá gæti bætt við sig 500 löxum Veiði Skemmtilegur tími framundan í Varmá Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Fluguhnýtingarkeppni í tilefni 75 ára afmælis Veiðimannsins Veiði Fín veðurspá fyrir vatnaveiðina um helgina Veiði Vatnsdalsá opnaði í morgun Veiði Góðu tímibili lokið í Steinsmýrarvötnum Veiði