Paul Lawrie stimplaði sig inn með sjaldgjæfum sigri 6. febrúar 2012 14:00 Skoski kylfingurinn Paul Lawrie hefur ekki látið fara mikið fyrir sér á atvinnumótum frá því hann landaði sigri á opna breska meistaramótinu árið 1999 Getty Images / Nordic Photos Skoski kylfingurinn Paul Lawrie hefur ekki látið fara mikið fyrir sér á atvinnumótum frá því hann landaði sigri á opna breska meistaramótinu árið 1999. Hinn 43 ára gamli kylfingur sigraði á Katar meistaramótinu á Evrópumótaröðinni um helgina og með sigrinum komst Lawrie í hóp 50 efstu á heimslistanum í fyrsta sinn frá árinu 2003. Lawrie hefur hægt og bítandi lagað stöðu sína á heimslistanume en fyrir ári síðan var hann í 272. sæti heimslistans og langt frá sínu besta. Á lokahringnum sýndi Lawrie frábæra takta þar sem hann vippaði boltanum tvívegis ofaní fyrir utan flöt en hann lék á 65 höggum. Hann endaði fjórum höggum á undan Ástralanum Jason Day og Svíanum Peter Hanson. Með sigrinum tryggði Lawrie sér keppnisrétt á heimsmótinu í holukeppni sem fram fer í Arizona í Bandaríkjunum síðar í þessum mánuði. Hann verður einnig á meðal 24 kylfinga sem leika á Volvo holukeppnismótinu á Spáni í maí. Lawrie stendur vel á stigalistanum fyrir valið á Ryderliði Evrópu en hann hefur ekki verið valinn í það lið í 13 ár. EF honum tekst að vera í hópi 50 efstu á heimslistanum í sjö vikur til viðbótar þá verður hann á meðal keppenda á Mastersmótinu á Augusta en þar hefur hann ekki verið í átta ár. Aðeins voru leiknir þrír hringir en ekki fjórir á þessu móti þar sem að keppni var frestaða á föstudeginum vegna sandstorms. Golf Mest lesið Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Skoski kylfingurinn Paul Lawrie hefur ekki látið fara mikið fyrir sér á atvinnumótum frá því hann landaði sigri á opna breska meistaramótinu árið 1999. Hinn 43 ára gamli kylfingur sigraði á Katar meistaramótinu á Evrópumótaröðinni um helgina og með sigrinum komst Lawrie í hóp 50 efstu á heimslistanum í fyrsta sinn frá árinu 2003. Lawrie hefur hægt og bítandi lagað stöðu sína á heimslistanume en fyrir ári síðan var hann í 272. sæti heimslistans og langt frá sínu besta. Á lokahringnum sýndi Lawrie frábæra takta þar sem hann vippaði boltanum tvívegis ofaní fyrir utan flöt en hann lék á 65 höggum. Hann endaði fjórum höggum á undan Ástralanum Jason Day og Svíanum Peter Hanson. Með sigrinum tryggði Lawrie sér keppnisrétt á heimsmótinu í holukeppni sem fram fer í Arizona í Bandaríkjunum síðar í þessum mánuði. Hann verður einnig á meðal 24 kylfinga sem leika á Volvo holukeppnismótinu á Spáni í maí. Lawrie stendur vel á stigalistanum fyrir valið á Ryderliði Evrópu en hann hefur ekki verið valinn í það lið í 13 ár. EF honum tekst að vera í hópi 50 efstu á heimslistanum í sjö vikur til viðbótar þá verður hann á meðal keppenda á Mastersmótinu á Augusta en þar hefur hann ekki verið í átta ár. Aðeins voru leiknir þrír hringir en ekki fjórir á þessu móti þar sem að keppni var frestaða á föstudeginum vegna sandstorms.
Golf Mest lesið Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira