Rakel Hönnudóttir byrjar vel með Breiðabliksliðinu í kvennafótboltanum en hún skoraði bæði mörk liðsins í 2-0 sigri á FH í Faxaflóamótinu í dag. Rakel kom til Blika frá Þór/KA í vetur.
Blikakonur skoruðu tvö mörk í fyrri hálfleik en þau voru bæði dæmd af. Rakel skoraði hinsvegar tvo gild mörk í seinni hálfleiknum og Blikar unnu sannfærandi sigur.
FH-liðið vann 1. deildina síðasta sumar og spilar í Pepsi-deild kvenna í sumar.
Þetta var fyrsti leikur Blikakvenna í mótinu en FH var búið að vinna tvo fyrstu leiki sína eins og Stjarnan. Bæði liðin höfðu unnið ÍBV og Aftureldingu.
Rakel byrjar vel með Blikum - skoraði tvö gegn FH
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Lyon krækir í leikmann Liverpool
Enski boltinn


Ómar Björn: Misreiknaði boltann
Fótbolti

Son verður sá dýrasti í sögunni
Enski boltinn

Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki
Íslenski boltinn

Jorge Costa látinn
Fótbolti


Eir og Ísold mæta á EM
Sport