Sunna María Einarsdóttir og félagar hennar í Gróttu eru aðeins einu stigi á eftir Haukum í baráttunni um sjötta sætið í N1 deild kvenna í handbolta eftir 24-19 sigur í innbyrðisleik liðanna í dag. Gróttuliðið hefur þar með unnið tvo sigra á nýja árinu en liðið náði ekki að vinna leik fyrir jól.
Sunna María fór fyrir sínu liði og skoraði tíu mörk í leiknum en þær Unnur Ómarsdóttir og Laufey Ásta Guðmundsdóttir voru báðar með sex mörk. Haukaliðið hafði unnið sannfærandi sigur á FH í síðasta leik en náði ekki að fylgja honum eftir í dag.
Grótta-Haukar 24-19 (12-8)
Mörk Gróttu: Sunna María Einarsdóttir 10, Unnur Ómarsdóttir 6, Laufey Ásta Guðmundsdóttir 6, Björg Fenger 1, Rebekka Guðmundsdóttir 1.
Mörk Hauka: Marija Gedroit 6, Silja Ísberg 4, Ásta Björk Agnarsdóttir 3, Karen Helga Sigurjónsdóttir 2, Viktoría Valdimarsdóttir 1, Díana Sigmarsdóttir 1, Elsa Björg Árnadóttir 1, Ásthildur Friðgeirsdóttir 1.
