Handbolti

Valskonur skoruðu 39 mörk í Eyjum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Valskonur fóru í góða fer til Eyja.
Valskonur fóru í góða fer til Eyja. Mynd/Daníel
Valur vann 39-32 sigur á ÍBV í N1 deild kvenna í handbolta í dag en leikurinn fór fram í Vestmannaeyjum. Eyjastúlkur voru fyrsta liðið sem nær að skora 30 mörk á Val í vetur en það dugði þó ekki til sigurs.

Valskonur voru 21-18 yfir í hálfleik en með þessum sigri komust þær upp að hlið Fram á toppi deildarinnar. Bæði lið hafa nú 18 stig af 20 mögulegum.

Þorgerður Anna Atladóttir skoraði 10 mörk fyrir Val í dag en Anna Úrsúla Guðmundsdóttir kom næst með sjö mörk.



ÍBV-Valur 32-39 (18-21)

Mörk ÍBV: Georgeta Grigore 10, Ester Óskarsdóttir 9, Ivana Mladenovic 8, Aníta Elíasdóttir 2, Marijana Trbojevic 2, Þórsteina Sigurbjörnsdóttir 1.

Mörk Vals: Þorgerður Anna Atladóttir 10, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 7, Dagný Skúladóttir 5, Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir 5, Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 5, Karólína Bæhrenz Gunnarsdóttir 4, Kristín Guðmundsdóttir 2, Aðalheiður Hreinsdóttir 1.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×