Hreindýraveiði á Grænlandi? Karl Lúðvíksson skrifar 27. febrúar 2012 14:45 Mynd af www.lax-a.is Nú er úthlutun lokið vegna hreindýraveiða á Íslandi og líklega um 3.500 veiðimenn sem þurfa að bíta í það súra epli að hafa ekki fengið úthlutað dýri. En þeir veiðimenn sem vilja ekki missa af upplifuninni og jafnvel gera hana betri, ættu að skoða þessa frétt sem við fundum hjá Lax-Á. Það eru víðar hreindýr en á Íslandi sem betur fer. Af vef Lax-Á: Lax-á ehf og eigendur hreindýrahjarða hafa nú undirritað samning sín á milli um einkarétt á hreindýraveiði í nágrenni við Qaersuarssuk á suðvesturströnd Grænlands til 20 ára. Veiðisvæðið spannar um 400 ferkílómetra og um er að ræða einu hreindýrahjörðina í þessum landshluta. Veiðimenn á vegum Lax-á hafa heimild til að fella allt að 300 dýr árlega. Svæðið er mjög stórt og dreyfast dýrin niður á margar eyjar, dali og firði sem auðvelt er að nálgast og jafnframt tryggir það að ekki sé of mikið veiðiálag á hverjum hreindýrahóp fyrir sig. Mikið er af stórum og fallegum törfum enda er Grænland þekkt fyrir „trophy" tarfa. Fyrir næsta sumar mun Lax-á reisa miklar búðir á veiðisvæðinu, 12 svefnskálar, eldunaraðstaða, matarskáli, bryggja og svo mætti áfram telja. Þetta verða fyrstu veiðimannabúðir af þessum toga í Grænlandi og verður vandað vel til verka. Leiðsögumenn og bátar verða til taks í búðunum og flytja veiðimenn á milli eyja og fjarða, bæði til skot- og stangveiða. Veiðimenn geta síðan tekið með sér kjöt tilbaka að fengnu leyfi frá Landbúnaðarráðuneyti og uppfylltum skilyrðum og mun Lax-á annast milligöngu um það sé eftir því óskað. Boðið er upp á þriggja og fjögra daga ferðir til Grænlands í sumar, flogið er til Narsassuaq og veiðimenn fluttir þaðan sjóleiðis í veiðibúðirnar þar sem leiðsögumenn taka á móti þeim. Þegar veiðimenn hafa fellt sitt dýr er upplagt að renna fyrir bleikju í einhverri af þeim óteljandi ám og vötnum sem eru á svæðinu eða fara á sauðnautaveiðar. Á þessum syðsta hluta Grænlands er veðurfar milt yfir sumartíman enda svæðið á svipaðri breiddargráðu og Osló og Helsinki, mun sunnar en Ísland. Áhugasömum veiðimönnum er bent á að hafa samband við skrifstofu Lax-á í síma 531-6100 eða senda póst á info@lax-a.is Stangveiði Mest lesið Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Kaldakvísl farin að gefa vænar bleikjur Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði
Nú er úthlutun lokið vegna hreindýraveiða á Íslandi og líklega um 3.500 veiðimenn sem þurfa að bíta í það súra epli að hafa ekki fengið úthlutað dýri. En þeir veiðimenn sem vilja ekki missa af upplifuninni og jafnvel gera hana betri, ættu að skoða þessa frétt sem við fundum hjá Lax-Á. Það eru víðar hreindýr en á Íslandi sem betur fer. Af vef Lax-Á: Lax-á ehf og eigendur hreindýrahjarða hafa nú undirritað samning sín á milli um einkarétt á hreindýraveiði í nágrenni við Qaersuarssuk á suðvesturströnd Grænlands til 20 ára. Veiðisvæðið spannar um 400 ferkílómetra og um er að ræða einu hreindýrahjörðina í þessum landshluta. Veiðimenn á vegum Lax-á hafa heimild til að fella allt að 300 dýr árlega. Svæðið er mjög stórt og dreyfast dýrin niður á margar eyjar, dali og firði sem auðvelt er að nálgast og jafnframt tryggir það að ekki sé of mikið veiðiálag á hverjum hreindýrahóp fyrir sig. Mikið er af stórum og fallegum törfum enda er Grænland þekkt fyrir „trophy" tarfa. Fyrir næsta sumar mun Lax-á reisa miklar búðir á veiðisvæðinu, 12 svefnskálar, eldunaraðstaða, matarskáli, bryggja og svo mætti áfram telja. Þetta verða fyrstu veiðimannabúðir af þessum toga í Grænlandi og verður vandað vel til verka. Leiðsögumenn og bátar verða til taks í búðunum og flytja veiðimenn á milli eyja og fjarða, bæði til skot- og stangveiða. Veiðimenn geta síðan tekið með sér kjöt tilbaka að fengnu leyfi frá Landbúnaðarráðuneyti og uppfylltum skilyrðum og mun Lax-á annast milligöngu um það sé eftir því óskað. Boðið er upp á þriggja og fjögra daga ferðir til Grænlands í sumar, flogið er til Narsassuaq og veiðimenn fluttir þaðan sjóleiðis í veiðibúðirnar þar sem leiðsögumenn taka á móti þeim. Þegar veiðimenn hafa fellt sitt dýr er upplagt að renna fyrir bleikju í einhverri af þeim óteljandi ám og vötnum sem eru á svæðinu eða fara á sauðnautaveiðar. Á þessum syðsta hluta Grænlands er veðurfar milt yfir sumartíman enda svæðið á svipaðri breiddargráðu og Osló og Helsinki, mun sunnar en Ísland. Áhugasömum veiðimönnum er bent á að hafa samband við skrifstofu Lax-á í síma 531-6100 eða senda póst á info@lax-a.is
Stangveiði Mest lesið Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Kaldakvísl farin að gefa vænar bleikjur Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði