Fer Jökla yfir 1000 laxa í sumar? Karl Lúðvíksson skrifar 23. febrúar 2012 13:33 Þröstur Elliðason að þreyta lax í Stapabreiðu í Tinnudalsá Þröstur Elliðason hjá Veiðiþjónustunni Strengjum er þessa dagana að bóka veiðimenn í árnar sem hann hefur á sínum snærum. Árangurinn sem hann hefur náð í ræktunarátaki í Breiðdalsá hin síðari ár og nú nýlega í Jöklu hefur verið mjög góður og er óhætt að segja að þeir veiðimenn sem upplifðu ævintýralega veiði í Jöklu á liðnu sumri geti varla beðið eftir dögunum sínum í þessari mögnuðu á. Við kíktum á Þröst og ræddum við hann um horfur sumarsins.Hvernig ganga bókanir fyrir sumarið?Ágætlega takk fyrir....mun meira bókað í Jöklusvæðið en áður, má segja að straumurinn liggi mikið þangað, enda er svæðið að sanna sig.....líka gott í Breiðdalsá..nema að ennþá er minni aðsókn í september 2012 en áður sem kemur á óvart, en þann mánuð veiddust þó hátt í 500 laxar í fyrra í Breiðdalsá svo það er ennþá góð veiði í gangi þá, enda hefur mikið af laxinum verið sleppt í júlí-ágúst og því mikill lax í ánni að hausti, plús ennþá að ganga út allt veiðitímabilið sem líkur 30 september. Hrúta hefur alltaf verið fullbókuð en nú hafa nokkur mjög spennandi holl á besta tíma losnað svo hægt að komast þar inn mjög óvænt þetta sumarið.Minnivallalækur vorið nokkuð laust, en orðið fullbókað Júní-júlí sem eru vinsælastir mánuðirnir.Nú var met í Jöklu og í Breiðdalsá síðasta sumar, hvernig spáir þú þeim á komandi sumri?Ætti að vera svipuð veiði í bæði Jöklu og Breiðdalsá, en svo fer það aðeins eftir aðstæðum þar hvernig árferðið verður hvort við náum því eða verði eitthvað minni, þó að vatnið sé yfirleitt nóg þá er lítill snjór búin að vera fyrir austan í vetur, en við sjáum til.Hvernig veiðitölur eiga menn eftir að sjá í Jöklu eftir 5 ár miðað við þann góða árangur sem nú þegar hefur náðst?Eftir 5 ár ætti jöklusvæðið að vera komin yfir 1000 laxa múrinn ef ekkert óvænt kemur upp á, jafnvel fyrr og einnig er spáð að sjóbleikjuveiðin gæti stóraukist við þessi breytu skilyrði eftir að Jöklu var veitt yfir í Lagarfljót megnið af árinu...svo spennandi tímar þarna framundan.Hvernig lítur veiðisumarið út hjá þér?Sjálfur bóka ég ekki mikið fyrirfram, aðeins í Minnivallalæk í vor, skýst stundum í stutta tíma ef koma eyður þegar ég er í Breiðdal eða Jöklu en hef samt lítinn tíma. Tek 1- 2 daga í Hrutu árlega í sept en almennt veiði ég meira í september þegar álagið fer að minnka hjá mér að halda utan um allar árnar, og svo fer ég með fjölskylduna í Vatnsá hjá Vík eina helgi þá líka, þægilegt fyrir börnin að veiða þarna og góð afslöppun með ánna og veiðihusið út af fyrir okkur. Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði
Þröstur Elliðason hjá Veiðiþjónustunni Strengjum er þessa dagana að bóka veiðimenn í árnar sem hann hefur á sínum snærum. Árangurinn sem hann hefur náð í ræktunarátaki í Breiðdalsá hin síðari ár og nú nýlega í Jöklu hefur verið mjög góður og er óhætt að segja að þeir veiðimenn sem upplifðu ævintýralega veiði í Jöklu á liðnu sumri geti varla beðið eftir dögunum sínum í þessari mögnuðu á. Við kíktum á Þröst og ræddum við hann um horfur sumarsins.Hvernig ganga bókanir fyrir sumarið?Ágætlega takk fyrir....mun meira bókað í Jöklusvæðið en áður, má segja að straumurinn liggi mikið þangað, enda er svæðið að sanna sig.....líka gott í Breiðdalsá..nema að ennþá er minni aðsókn í september 2012 en áður sem kemur á óvart, en þann mánuð veiddust þó hátt í 500 laxar í fyrra í Breiðdalsá svo það er ennþá góð veiði í gangi þá, enda hefur mikið af laxinum verið sleppt í júlí-ágúst og því mikill lax í ánni að hausti, plús ennþá að ganga út allt veiðitímabilið sem líkur 30 september. Hrúta hefur alltaf verið fullbókuð en nú hafa nokkur mjög spennandi holl á besta tíma losnað svo hægt að komast þar inn mjög óvænt þetta sumarið.Minnivallalækur vorið nokkuð laust, en orðið fullbókað Júní-júlí sem eru vinsælastir mánuðirnir.Nú var met í Jöklu og í Breiðdalsá síðasta sumar, hvernig spáir þú þeim á komandi sumri?Ætti að vera svipuð veiði í bæði Jöklu og Breiðdalsá, en svo fer það aðeins eftir aðstæðum þar hvernig árferðið verður hvort við náum því eða verði eitthvað minni, þó að vatnið sé yfirleitt nóg þá er lítill snjór búin að vera fyrir austan í vetur, en við sjáum til.Hvernig veiðitölur eiga menn eftir að sjá í Jöklu eftir 5 ár miðað við þann góða árangur sem nú þegar hefur náðst?Eftir 5 ár ætti jöklusvæðið að vera komin yfir 1000 laxa múrinn ef ekkert óvænt kemur upp á, jafnvel fyrr og einnig er spáð að sjóbleikjuveiðin gæti stóraukist við þessi breytu skilyrði eftir að Jöklu var veitt yfir í Lagarfljót megnið af árinu...svo spennandi tímar þarna framundan.Hvernig lítur veiðisumarið út hjá þér?Sjálfur bóka ég ekki mikið fyrirfram, aðeins í Minnivallalæk í vor, skýst stundum í stutta tíma ef koma eyður þegar ég er í Breiðdal eða Jöklu en hef samt lítinn tíma. Tek 1- 2 daga í Hrutu árlega í sept en almennt veiði ég meira í september þegar álagið fer að minnka hjá mér að halda utan um allar árnar, og svo fer ég með fjölskylduna í Vatnsá hjá Vík eina helgi þá líka, þægilegt fyrir börnin að veiða þarna og góð afslöppun með ánna og veiðihusið út af fyrir okkur.
Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði