Lögregluyfirvöld í Suður-Kóreu hafa opinberað nýja herferð gegn ofbeldi í skólum landsins. Leitað var til tölvuleikjaframleiðandans Rovio eftir aðstoð.
Finnska fyrirtækið Rovio framleiðir tölvuleikinn Angry Birds en hann er einn vinsælasti tölvuleikur veraldar.
Lögreglan í Suður-Kóreu vonast til þess að tölvuleikurinn eigi eftir að stemma stigum við ofbeldi í skólum landsins.
Forstjóri Rovio, Henri Holm, sagði að verkefnið væri afar spennandi og er ánægður með að tölvuleikurinn sé notaður til góðs.
Nota Angry Birds til að koma í veg fyrir ofbeldi
