Frábær dagskrá fræðslunefndar SVFR 5. mars 2012 15:19 Nú er Fræðslunefnd félagsins farin á fullt og undirbúningur að hnýtingakvöldum þeirra félaga hafinn. Kvöldin hafa notið mikilla vinsælda og leiðbeinandi er sem fyrr hinn magnaði Sigurður Pálsson. Þessir skemmtilegu viðburðir standa félagsmönnum SVFR opnir og er velkomið að taka með sér gesti.Hnýtingakvöld fræðslunefndar:9. febrúar, áhersla á byrjendur, 16. febrúar, áhersla á byrjendur, 23. febrúar, áhersla á byrjendur 1. mars, 8. mars, 15. mars, 29. mars, 12.apríl, 26.apríl, 10. maí, 24.maí. Sem fyrr er hnýtt í sal SVFR við Háaleitisbraut og hefjast öll kvöldin klukkan 19.30 og hnýtt er til c.a. 22.00. Allir áhugasamir stangaveiðimenn eru hvattir til þess að mæta. Hér er kjörinn vettvangur fyrir vana sem óvana að koma saman, hnýta flugur og spjalla. Allt efni er á staðnum og einnig þau tæki sem þarf til hnýtinganna.Vatnaveiðikynning!Þann 22 mars verður fræðslunefndin í samstarfi við Guttorm P. Einarsson með kynningu á Þingvallavatni. Guttormur er veiðimaður til tugi ára hefur ódrepandi áhuga á fluguveiði í vötnum og á lífríkinu í kringum vötnin. Kynningin verður í sal SVFR og hefst kl.20:00 Guttormur hefur gefið út mjög vandaðan leiðarvísir um veiðitækni- og flugukastkennslu sem hann býður mönnum til kaups á kynningarkvöldinu. Leiðarvísirinn er 25 bls. og hefur að geyma mjög góðar upplýsingar sem byggðar eru á áratuga reynslu af fluguveiði í vötnum. Bæklingurinn fæst á aðeins kr. 1.500,-Veiðidagar barna í ElliðaánumDagarnir fyrir 2012 liggja enn ekki fyrir. Unglingum verður sent bréf í lok maí með nánari upplýsingum um þetta og þurfa að skrá sig hjá skrifstofu sem fyrst eftir að þeir fá bréfið. Mikil ásókn er í þessa daga og því er nauðsynlegt að skrá sig sem fyrst. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Langá á Mýrum fer yfir 1000 laxa fyrir helgi Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði Heildarveiðin í Veiðivötnum 20.293 fiskar Veiði Ytri Rangá gæti bætt við sig 500 löxum Veiði Skemmtilegur tími framundan í Varmá Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Fluguhnýtingarkeppni í tilefni 75 ára afmælis Veiðimannsins Veiði Fín veðurspá fyrir vatnaveiðina um helgina Veiði Vatnsdalsá opnaði í morgun Veiði Góðu tímibili lokið í Steinsmýrarvötnum Veiði
Nú er Fræðslunefnd félagsins farin á fullt og undirbúningur að hnýtingakvöldum þeirra félaga hafinn. Kvöldin hafa notið mikilla vinsælda og leiðbeinandi er sem fyrr hinn magnaði Sigurður Pálsson. Þessir skemmtilegu viðburðir standa félagsmönnum SVFR opnir og er velkomið að taka með sér gesti.Hnýtingakvöld fræðslunefndar:9. febrúar, áhersla á byrjendur, 16. febrúar, áhersla á byrjendur, 23. febrúar, áhersla á byrjendur 1. mars, 8. mars, 15. mars, 29. mars, 12.apríl, 26.apríl, 10. maí, 24.maí. Sem fyrr er hnýtt í sal SVFR við Háaleitisbraut og hefjast öll kvöldin klukkan 19.30 og hnýtt er til c.a. 22.00. Allir áhugasamir stangaveiðimenn eru hvattir til þess að mæta. Hér er kjörinn vettvangur fyrir vana sem óvana að koma saman, hnýta flugur og spjalla. Allt efni er á staðnum og einnig þau tæki sem þarf til hnýtinganna.Vatnaveiðikynning!Þann 22 mars verður fræðslunefndin í samstarfi við Guttorm P. Einarsson með kynningu á Þingvallavatni. Guttormur er veiðimaður til tugi ára hefur ódrepandi áhuga á fluguveiði í vötnum og á lífríkinu í kringum vötnin. Kynningin verður í sal SVFR og hefst kl.20:00 Guttormur hefur gefið út mjög vandaðan leiðarvísir um veiðitækni- og flugukastkennslu sem hann býður mönnum til kaups á kynningarkvöldinu. Leiðarvísirinn er 25 bls. og hefur að geyma mjög góðar upplýsingar sem byggðar eru á áratuga reynslu af fluguveiði í vötnum. Bæklingurinn fæst á aðeins kr. 1.500,-Veiðidagar barna í ElliðaánumDagarnir fyrir 2012 liggja enn ekki fyrir. Unglingum verður sent bréf í lok maí með nánari upplýsingum um þetta og þurfa að skrá sig hjá skrifstofu sem fyrst eftir að þeir fá bréfið. Mikil ásókn er í þessa daga og því er nauðsynlegt að skrá sig sem fyrst. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Langá á Mýrum fer yfir 1000 laxa fyrir helgi Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði Heildarveiðin í Veiðivötnum 20.293 fiskar Veiði Ytri Rangá gæti bætt við sig 500 löxum Veiði Skemmtilegur tími framundan í Varmá Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Fluguhnýtingarkeppni í tilefni 75 ára afmælis Veiðimannsins Veiði Fín veðurspá fyrir vatnaveiðina um helgina Veiði Vatnsdalsá opnaði í morgun Veiði Góðu tímibili lokið í Steinsmýrarvötnum Veiði