McIlroy vann og komst í efsta sæti heimslistans | Tiger frábær Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. mars 2012 23:00 Rory McIlroy á mótinu í Florida í dag. Nordic Photos / Getty Images Norður-Írinn Rory McIlroy bar í kvöld sigur úr býtum á Honda-meistaramótinu á PGA-mótaröðinni og varð þar með næstyngsti kylfingur sögunnar sem kemst í efsta sæti heimslistans. McIlroy spilaði á 69 höggum í dag og alls á 268 höggum eða tólf höggum undir pari. Hann þurfti þó að hafa fyrir hlutunum enda sótti Tiger Woods stíft að honum í dag. McIlroy hélt þó ró sinni og fagnaði góðum sigri. Tiger spilaði stórkostlegt golf í dag og skilaði sér í hús á 62 höggum eða átta undir pari vallarins. Hann var í 2.-3. sæti mótsins ásamt Bandaríkjamanninum Tom Gillis sem jafnaði Tiger með fugli á átjándu holu. Þetta eru góðar fréttir fyrir stuðningsmenn Tiger sem hefur ekki unnið mót á PGA-mótaröðinni síðan í september árið 2009. Hann virðist vera að spila betur með hverju mótinu og nálgast óðum sitt gamla form. Lee Westwood varð fjórði eftir að hafa spilað á sjö höggum undir pari í dag. Hann var samtals á átta höggum undir pari. McIlroy er 22 ára gamall og vann sitt fyrsta stórmót á Opna bandaríska meistaramótinu í fyrra. Tiger var 21 árs þegar að hann komst í efsta sæti heimslistans í fyrsta sinn á sínum tíma en McIlroy verður 23 ára í maí næstkomandi. Golf Mest lesið Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Norður-Írinn Rory McIlroy bar í kvöld sigur úr býtum á Honda-meistaramótinu á PGA-mótaröðinni og varð þar með næstyngsti kylfingur sögunnar sem kemst í efsta sæti heimslistans. McIlroy spilaði á 69 höggum í dag og alls á 268 höggum eða tólf höggum undir pari. Hann þurfti þó að hafa fyrir hlutunum enda sótti Tiger Woods stíft að honum í dag. McIlroy hélt þó ró sinni og fagnaði góðum sigri. Tiger spilaði stórkostlegt golf í dag og skilaði sér í hús á 62 höggum eða átta undir pari vallarins. Hann var í 2.-3. sæti mótsins ásamt Bandaríkjamanninum Tom Gillis sem jafnaði Tiger með fugli á átjándu holu. Þetta eru góðar fréttir fyrir stuðningsmenn Tiger sem hefur ekki unnið mót á PGA-mótaröðinni síðan í september árið 2009. Hann virðist vera að spila betur með hverju mótinu og nálgast óðum sitt gamla form. Lee Westwood varð fjórði eftir að hafa spilað á sjö höggum undir pari í dag. Hann var samtals á átta höggum undir pari. McIlroy er 22 ára gamall og vann sitt fyrsta stórmót á Opna bandaríska meistaramótinu í fyrra. Tiger var 21 árs þegar að hann komst í efsta sæti heimslistans í fyrsta sinn á sínum tíma en McIlroy verður 23 ára í maí næstkomandi.
Golf Mest lesið Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira