Handbolti

Óvæntur sigur Gróttu á HK | KA/Þór vann Hauka

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sunna María Einarsdóttir, leikmaður Gróttu.
Sunna María Einarsdóttir, leikmaður Gróttu. Mynd/Stefán
Gróttukonur gerðu sér lítið fyrir og unnu óvæntan útisigur á HK í N1-deild kvenna í dag. Lokatölur 25-23 fyrir Seltirninga.

HK var fjórum mörkum yfir í hálfleik, 14-10. Það kom fáum á óvart enda HK í fjórða sæti deildarinnar en Grótta í því næstneðsta.

Seltirningar spýttu í lófana í seinni hálfleik og uppskáru sigur. Sunna María Einarsdóttir skoraði sjö mörk fyrir Gróttu og Laufey Ásta Guðmundsdóttir sex.

Hjá HK var Jón Sigríður Halldórsdóttir markahæst með sex mörk. HK enn í fjórða sætinu með fjórtán stig en Grótta hoppaði upp um tvö sæti og er nú í því sjötta með sjö stig.

Uppfært 17.40: KA/Þór vann góðan sigur á Haukum, 26-22, í Hafnarfirði eftir að staðan í hálfleik var jöfn, 12-12. Með sigrinum komst KA/Þór upp fyrir Gróttu á ný og er nú í sjötta sætinu með átta stig. Haukar sitja eftir í áttunda sæti með sex stig.

Úrslit dagsins:

HK - Grótta 23-25 (14-10)

Mörk HK: Jóna S. Halldórsdóttir 6, Brynja Magnúsdóttir 4, Heiðrún Björk Helgadóttir 4, Arna Björk Almarsdóttir 3, Elín Anna Baldursdóttir 2, Elva Björg Arnarsdóttir 2, Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 2.

Varin skot: Ólöf Kolbrún Ragnarsdóttir 5, Dröfn Haraldsdóttir 3/1.

Mörk Gróttu: Sunna María Einarsdóttir 7, Laufey Ásta Guðmundsdóttir 6, Elín Helga Jónsdóttir 5, Unnur Ómarsdóttir 3, Björg Fenger 1, Sóley Arnarsdóttir 1, Eva Björk Davíðsdóttir 1, Guðríður Ósk Jónsdóttir 1.

Varin skot: Heiða Lena Hansdóttir 9/2.

Haukar - KA/Þór 22-26 (12-12)

Mörk Hauka: Marija Gedroit 12, Karen H. Sigurjónsdóttir 3, Viktoría Valdimarsdóttir 2, Gunnhildur Pétursdóttir 2, Ásta Björk Agnarsdóttir 1, Silja Ísberg 1, Díana Sigmarsdóttir 1.

Varin skot: Rakel Kristín Jónsdóttir 13.

Mörk KA/Þórs: Ásdís Sigurðardóttir 10, Kolbrún Gígja Einarsdóttir 5, Erla Tryggvadóttir 5, Martha Hermannsdóttir 4, Katrín Vilhjálmsdóttir 1, Hulda Tryggvadóttir 1.

Varin skot: Fríða Petersen 15.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×