NBA í nótt: Utah stöðvaði sigurgöngu Miami Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. mars 2012 11:00 Paul Millsap og Shane Battier í baráttunni. Mynd/AP Utah Jazz vann í nótt góðan sigur á Miami Heat, 99-98, og stöðvaði þar með níu leikja sigurgöngu síðarnefnda liðsins. Alls fóru ellefu leikir fram í deildinni í nótt. Devin Harris var hetja Utah en hann setti niður skot þegar 4,5 sekúndur voru eftir og fiskaði víti á Dwayne Wade þar að auki. Harris skoraði úr vítinu og tryggði sínum mönnum sigur. Udonis Haslem fékk tækifæri til að skora sigurkörfu Miami á lokasekúndunni en hann missti marks. LeBron James var reyndar með boltann en ákvað að gefa hann á Haslem frekar en að skjóta sjálfur - rétt eins og á loksekúndum stjörnuleiksins um síðustu helgi. James átti þó góðan leik og skoraði 34 stig auk þess sem hann tók tíu fráköst og gaf sex stoðsendingar. Dwyane Wade var með 31 stig og sex fráköst en Chris Bosh var fjarverandi vegna fráfalls í fjölskyldu hans. Al Jefferson skoraði 20 stig fyrir Utah sem leiddi lengst af í leiknum. Miami náði þó að koma til baka og hleypa mikilli spennu í lokamínútur leiksins. James setti niður risaþrist þegar 26 sekúndur voru eftir og kom Miami þar með yfir, 97-94. En það dugði ekki til. LA Lakers vann Sacramento, 115-107. Hinn nefbrotni Kobe Bryant spilaði með grímu og skoraði 38 stig í leiknum. Andrew Bynum skoraði nítján stig og var með fimmtán fráköst. Lakers hefur nú unnið sextán leiki í röð á heimavelli. Chicago vann Cleveland, 112-91. Luol Deng skoraði 24 stig og Derrick Rose nítján. Kyrie Irving, nýliðinn öflugi í liði Cleveland, missti af leiknum vegna veikinda en hann hefur alls misst af fjórum leikjum í röð. Cleveland hefur tapað öllum þessum fjórum leikjum.Úrslit næturinnar: Toronto - Memphis 99-102 Boston - New Jersey 107-94 Atlanta - Milwaukee 99-94 Cleveland - Chicago 91-112 Philadelphia - Golden State 105-83 New Orleans - Dallas 97-92 Houston - Denver 105-117 San Antonio - Charlotte 102-72 Utah - Miami 99-98 Phoenix - LA Clippers 81-78 LA Lakers - Sacramento 115-107 NBA Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Sjá meira
Utah Jazz vann í nótt góðan sigur á Miami Heat, 99-98, og stöðvaði þar með níu leikja sigurgöngu síðarnefnda liðsins. Alls fóru ellefu leikir fram í deildinni í nótt. Devin Harris var hetja Utah en hann setti niður skot þegar 4,5 sekúndur voru eftir og fiskaði víti á Dwayne Wade þar að auki. Harris skoraði úr vítinu og tryggði sínum mönnum sigur. Udonis Haslem fékk tækifæri til að skora sigurkörfu Miami á lokasekúndunni en hann missti marks. LeBron James var reyndar með boltann en ákvað að gefa hann á Haslem frekar en að skjóta sjálfur - rétt eins og á loksekúndum stjörnuleiksins um síðustu helgi. James átti þó góðan leik og skoraði 34 stig auk þess sem hann tók tíu fráköst og gaf sex stoðsendingar. Dwyane Wade var með 31 stig og sex fráköst en Chris Bosh var fjarverandi vegna fráfalls í fjölskyldu hans. Al Jefferson skoraði 20 stig fyrir Utah sem leiddi lengst af í leiknum. Miami náði þó að koma til baka og hleypa mikilli spennu í lokamínútur leiksins. James setti niður risaþrist þegar 26 sekúndur voru eftir og kom Miami þar með yfir, 97-94. En það dugði ekki til. LA Lakers vann Sacramento, 115-107. Hinn nefbrotni Kobe Bryant spilaði með grímu og skoraði 38 stig í leiknum. Andrew Bynum skoraði nítján stig og var með fimmtán fráköst. Lakers hefur nú unnið sextán leiki í röð á heimavelli. Chicago vann Cleveland, 112-91. Luol Deng skoraði 24 stig og Derrick Rose nítján. Kyrie Irving, nýliðinn öflugi í liði Cleveland, missti af leiknum vegna veikinda en hann hefur alls misst af fjórum leikjum í röð. Cleveland hefur tapað öllum þessum fjórum leikjum.Úrslit næturinnar: Toronto - Memphis 99-102 Boston - New Jersey 107-94 Atlanta - Milwaukee 99-94 Cleveland - Chicago 91-112 Philadelphia - Golden State 105-83 New Orleans - Dallas 97-92 Houston - Denver 105-117 San Antonio - Charlotte 102-72 Utah - Miami 99-98 Phoenix - LA Clippers 81-78 LA Lakers - Sacramento 115-107
NBA Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Sjá meira