Enski kylfingurinn Luke Donald endurheimti efsta sæti heimslistans í golfi með því að sigra á Transitions meistaramótinu á PGA mótaröðinn í gær.
Úrslitin á mótinu réðust eftir fjögurra manna bráðabana. Þar léku þeir Donald, Bae Sang-moon frá Suður-Kóreu og Bandaríkjamennirnir Robert Garrigus og Jim Furyk.
Norður-Írinn Rory McIlroy var í efsta sæti heimslistans og má búast við að margir geri atlögu að efsta sætinu á næstu vikum og mánuðum.
Þeir léku allir samtals á 13 höggum undir pari vallar en þar á eftir voru fjórir jafnir á -12.
Donald tryggði sér sigur á mótinu með því að setja niður pútt fyrir fugli á fyrstu holu í bráðabananum. Hann lék lokahringinn á 66 höggum eða 5 höggum undir pari.
Þetta er í fimmta sinn sem hinn 34 ára gamli Donald sigrar á PGA móti. Ernie Els var í efsta sæti mótsins megnið af lokadeginum en hann fékk skolla á 17. og 18. braut vallarins og missti hann þar með af lestinni.
Donald náði efsta sæti heimlistans á ný

Mest lesið





„Að lokum var það betra liðið sem vann“
Körfubolti


Tatum með slitna hásin
Körfubolti

Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta
Íslenski boltinn

Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz
Enski boltinn
