Ætla sér stóra hluti í gítarkennslu á netinu 12. mars 2012 22:00 Kennd eru gripin í hverju lagi og farið í gegnum laglínuna og ásláttinn. Vinsælasti sönglaga- og textavefur á Íslandi, GuitarParty.com (áður Gítargrip.is) kynnti fyrir skemmstu nýja viðbót fyrir notendur sína, gítarkennslumyndbönd þar sem notendur vefsins fá tilsögn í gítarleik. „Íslenskt gítaráhugafólk hefur lengi notað netið til þess að læra að spila vinsæla tónlist en gæði þeirra myndbanda sem fáanleg hafa verið á netinu hingað til hafa verið misjöfn. Nú getum við boðið íslenskum tónlistaráhugamönnum upp á gæðakennsluefni, á íslensku, sem byggir á margra ára reynslu í gítarkennslu,“ segir Þorgils Björgvinsson gítarkennari. Í þessum fyrsta fasa hafa verið framleidd 15 myndbönd sem taka fyrir erlend og innlend lög. Kennd eru gripin í hverju lagi og farið í gegnum laglínuna og ásláttinn. „Við höfum stór markmið fyrir gítarkennsluna og stefnum að því að framleiða í það minnsta 300 kennslumyndbönd á þessu ári fyrir notendur okkar fyrr lok þess árs. Einnig eigum við í viðræðum við erlenda aðila um sambærilega þróun fyrir Evrópu- og Bandaríkjamarkað, segir Kjartan Sverrisson, framkvæmdastjóri rekstrarfélags GuitarParty.com. Kennsluumhverfið er á tilraunastigi, en notendum býðst að að taka það strax til notkunar og hafa áhrif á framtíðarþróun og lagaval sem notað verður í kennslunni. Vefurinn hefur vaxið mikið að undanförnu. Hann varð upphaflega til sem áhugamál á meðal vina og er í dag með á fjórða tug þúsund notenda. Frá byrjun hafa aðstandendur hans unnið náið með STEF að því að gera notkun sönglagatexta á netinu löglega og hefur greitt STEF gjöld frá fyrsta degi. „Við lítum björtum augum til framtíðar og erum gríðarlega spenntir fyrir þeim nýjungum sem við erum að þróa með dyggum stuðningi Tækniþróunarsjóðs,“ segir Kjartan en fyrirtækinu hlotnaðist verkefnastyrkur í desember sem gerði það kleift að þróa gítarkennsluna. Tónlist Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Vinsælasti sönglaga- og textavefur á Íslandi, GuitarParty.com (áður Gítargrip.is) kynnti fyrir skemmstu nýja viðbót fyrir notendur sína, gítarkennslumyndbönd þar sem notendur vefsins fá tilsögn í gítarleik. „Íslenskt gítaráhugafólk hefur lengi notað netið til þess að læra að spila vinsæla tónlist en gæði þeirra myndbanda sem fáanleg hafa verið á netinu hingað til hafa verið misjöfn. Nú getum við boðið íslenskum tónlistaráhugamönnum upp á gæðakennsluefni, á íslensku, sem byggir á margra ára reynslu í gítarkennslu,“ segir Þorgils Björgvinsson gítarkennari. Í þessum fyrsta fasa hafa verið framleidd 15 myndbönd sem taka fyrir erlend og innlend lög. Kennd eru gripin í hverju lagi og farið í gegnum laglínuna og ásláttinn. „Við höfum stór markmið fyrir gítarkennsluna og stefnum að því að framleiða í það minnsta 300 kennslumyndbönd á þessu ári fyrir notendur okkar fyrr lok þess árs. Einnig eigum við í viðræðum við erlenda aðila um sambærilega þróun fyrir Evrópu- og Bandaríkjamarkað, segir Kjartan Sverrisson, framkvæmdastjóri rekstrarfélags GuitarParty.com. Kennsluumhverfið er á tilraunastigi, en notendum býðst að að taka það strax til notkunar og hafa áhrif á framtíðarþróun og lagaval sem notað verður í kennslunni. Vefurinn hefur vaxið mikið að undanförnu. Hann varð upphaflega til sem áhugamál á meðal vina og er í dag með á fjórða tug þúsund notenda. Frá byrjun hafa aðstandendur hans unnið náið með STEF að því að gera notkun sönglagatexta á netinu löglega og hefur greitt STEF gjöld frá fyrsta degi. „Við lítum björtum augum til framtíðar og erum gríðarlega spenntir fyrir þeim nýjungum sem við erum að þróa með dyggum stuðningi Tækniþróunarsjóðs,“ segir Kjartan en fyrirtækinu hlotnaðist verkefnastyrkur í desember sem gerði það kleift að þróa gítarkennsluna.
Tónlist Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira