Gamalt deilumál í deiglunni Af Vötn og veiði skrifar 25. mars 2012 09:59 Netaveiði í Þingvallavatni fyrir fáum dögum Mynd af www.votnogveidi.is Þetta kemur upp á hverju ári...vori/síðvetri. Stórurriðaveiðar í net eða á stöng fyrir stangaveiðitíma í Þingvallavatni og hvaða áherslur eru eiginlega í gangi við ræktun og nýtingu þessa frábæra fisks? Sem betur fer eigum við á VoV gríðarstóran og dyggan hóp lesenda sem að senda okkur efni og höfum við marg oft látið þess getið að það sé nauðsynlegt....örðu vísi þrífumst við ekki sem skyldi. En Kristján Páll Rafnsson sendi okkur þessar myndir. Hann var á ferðinni við Þingvallavatn á dögunum og hafði þetta að segja:„Ég var að keyra á Þingvöllum í vikunni sem leið þegar að ég kom auga á þessa veiðidóna.Þeir voru með margar trossur og sáust netabaujur víða í kring um þá. Þessar myndir voru teknar í vikunni í víkinni á milli Heiðabæjar og Svínaness, þar sem bátaskýlin eru við veginn.Einnig sá ég og félagi minn bát í flæðamálinu og nokkrar netabaujur í Hagavík. Nú hefst stangaveiði í Þjóðgarðinum ekki fyrr en 1 maí. Hvernig eru netalögin yfir vetrarmánuðina? Nú er búið að vera mikið í umræðunni að vernda urriðann. Nýverið var makrílveiði bönnuð til að vernda urriðan en ekki netaveiði! Hvaða rugl er þetta eiginlega? Ég sé ekki að það skipti miklu máli að beituveiðimenn drepi einn og einn urriða þegar að þessir netaveiðimenn sópa upp stórurriðanum. Ég hef fregnir af því að þeir séu að nota ýsunet gagngert til að ná stórurriðanum. Eitt árið hitti félagi minn netaveiðibóndann við Skálabrekku, bóndinn státaði sig af því að árið á undan hafði hann veitt yfir 80 urriða á milli 10 og 20 pund og þá nefndi hann ekki þá smærri sem komið höfðu í netin. Er ekki kominn tími til að gera eithvað í þessum málum?" Meira á https://www.votnogveidi.is/frettir/almennt/nr/4164 Stangveiði Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði
Þetta kemur upp á hverju ári...vori/síðvetri. Stórurriðaveiðar í net eða á stöng fyrir stangaveiðitíma í Þingvallavatni og hvaða áherslur eru eiginlega í gangi við ræktun og nýtingu þessa frábæra fisks? Sem betur fer eigum við á VoV gríðarstóran og dyggan hóp lesenda sem að senda okkur efni og höfum við marg oft látið þess getið að það sé nauðsynlegt....örðu vísi þrífumst við ekki sem skyldi. En Kristján Páll Rafnsson sendi okkur þessar myndir. Hann var á ferðinni við Þingvallavatn á dögunum og hafði þetta að segja:„Ég var að keyra á Þingvöllum í vikunni sem leið þegar að ég kom auga á þessa veiðidóna.Þeir voru með margar trossur og sáust netabaujur víða í kring um þá. Þessar myndir voru teknar í vikunni í víkinni á milli Heiðabæjar og Svínaness, þar sem bátaskýlin eru við veginn.Einnig sá ég og félagi minn bát í flæðamálinu og nokkrar netabaujur í Hagavík. Nú hefst stangaveiði í Þjóðgarðinum ekki fyrr en 1 maí. Hvernig eru netalögin yfir vetrarmánuðina? Nú er búið að vera mikið í umræðunni að vernda urriðann. Nýverið var makrílveiði bönnuð til að vernda urriðan en ekki netaveiði! Hvaða rugl er þetta eiginlega? Ég sé ekki að það skipti miklu máli að beituveiðimenn drepi einn og einn urriða þegar að þessir netaveiðimenn sópa upp stórurriðanum. Ég hef fregnir af því að þeir séu að nota ýsunet gagngert til að ná stórurriðanum. Eitt árið hitti félagi minn netaveiðibóndann við Skálabrekku, bóndinn státaði sig af því að árið á undan hafði hann veitt yfir 80 urriða á milli 10 og 20 pund og þá nefndi hann ekki þá smærri sem komið höfðu í netin. Er ekki kominn tími til að gera eithvað í þessum málum?" Meira á https://www.votnogveidi.is/frettir/almennt/nr/4164
Stangveiði Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði