Lára Berglind Helgadóttir og eiginmaður hennar, Andrés Guðmundsson, eigendur Skólahreysti á Íslandi hafa í miklu að snúast í kringum Skólahreysti ásamt því að ala upp þrjá syni sína.
Þegar fjölskyldan kemur saman um helgar finnst henni gott að gæða sér á þessum ljúfa rétti eftir matinn.
Eftirlætis eftirréttur fjölskyldunnar
Fyrir sex
1,5 kg Dajm ís frá EmmEss
1 stórt stk. Nói Síríus hreint ljóst súkkulaði (með rauðu rósinni)
½ peli rjómi
Jarðarber 1 askja
Bláber ein askja
1 pakki ískex
Takið ísinn út úr frystinum.
Setjið súkkulaðið og rjómann í pott og bræðið við lágan hita.
Setjið því næst ísinn í kúlum í sex skálar.
Hreinsið berin og þerrið.
Stráið jarðarberjum og bláberjum yfir ísinn.
Hellið sósunni yfir og setjið að lokum tvö ískex í hverja skál.
Helgarmaturinn - dásamlegur eftirréttur
![Lára Berglind Helgadóttir](https://www.visir.is/i/F98439956D21D8EA4191A6FD3C4F05E98D6754A787BA016D446A661FFB83B6CD_713x0.jpg)