Tónlist

Miðasala á Bryan Ferry hefst á hádegi

Bryan Ferry í góðri sveiflu.
Bryan Ferry í góðri sveiflu.
Miðsalan á tónleika Bryan Ferry í Hörpu, á hvítasunnudag 27. maí, hefst á hádegi í dag. Gríðarleg eftirspurn hefur verið eftir miðum og því má gera ráð fyrir að þeir verði fljótir að rjúka út.

Tónleikar Bryan Ferry í Reykjavík marka upphaf alþjóðlegra Nelson Mandela daga á Íslandi, Nelson Mandela Days 2012, sem haldnir eru til heiðurs Mandela og hugsjónum hans. Tónleikarnir eru í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík, og eru á dagskrá hátíðarinnar sem haldin er dagana 18. maí - 3. júní. Fyrirhugaðir eru fleiri tónleikar síðar á árinu til vitundarvakningar og stuðnings mannúðarsjónarmiðum Mandela. Mandela Days Reykjavik 2012 eru haldnir í samvinnu við Nelson Mandela Foundation.

Tónleikarnir fara fram í Eldborgarsal Hörpu og aðeins eru 1.500 aðgöngumiðar í boði. Miðasala fer fram á harpa.is, midi.is, í miðasölu Hörpu og í síma 5285050.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×