David Feherty, golfsérfræðingur Golf Channel, er þekktur fyrir að láta flest flakka þegar hann opnar munninn. Írinn, sem var á árum áður atvinnumaður í golfi, er einn þekktasti íþróttafréttamaðurinn sem fjallar um golf og hann er einnig sá umdeildasti.
Feherty tók að sér að kynna kylfinga til leiks á Tavistock góðgerðamótinu og þar lét Feherty „glósunum" rigna yfir þekktust kylfinga heims.
Í myndbandinu má sjá helstu atriðin. Tiger Woods fær eina góða „gusu" frá Feherty þar sem hann gerir grín að meiðslum bandaríska kylfingsins. „Mörg okkar komu hingað með þyrlu, hann kom með sjúkrabíl," sagði Feherty m.a.. Ernie Els fær einnig að kenna á því ásamt fjölmörgum þekktum köppum.
Feherty gerði stólpagrín að Tiger Woods | myndband
Mest lesið

Diogo Jota lést í bílslysi
Fótbolti


Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“
Enski boltinn

Glódís mætti ekki á æfingu
Fótbolti





