Tiger í góðum gír | meiðslin úr sögunni og klár fyrir Mastersmótið 20. mars 2012 15:45 Tiger Woods ætlar sér stóra hluti á þessu ári. Getty Images / Nordic Photos Tiger Woods virðist vera klár í slaginn fyrir fyrsta stórmót ársins, Mastersmótið, sem hefst þann 5. apríl á Augusta vellinum í Georgíu. Bandaríski kylfingurinn lék á góðgerðamóti í gær þar sem hann lék betri bolta með Englendingnum Justin Rose. Þeir léku samtals á 9 höggum undir pari eða 63 höggum. Woods hætti keppni á lokadegi heimsmótsins sem fram fór fyrir rúmri viku síðan. Þar tóku sig upp meiðsli í hásin og tók hinn 36 ára gamli Woods enga áhættu. „Ég hef leikið meiddur áður og það hefur ekki haft góð áhrif þegar uppi er staðið. Ég var varkár og hætti og þess vegna get ég leikið núna. Í fyrra tók ég ranga ákvörðun og reyndi að keppa meiddur. Það var dýrkeypt og ég missti af tveimur stórmótum," sagði Woods við fréttamenn í gær. Mótinu lýkur í kvöld þar sem leiknar verða 18 holur í einstaklingskeppni. Á fimmtudaginn hefst síðan PGA mót á Bay Hill vellinum þar sem Woods mun taka þátt. Hann mun síðan hvíla í eina viku áður en keppni hefst á Augusta. Sýnt verður beint frá Mastersmótinu á Stöð 2 sport. Woods ætlar sér stóra hluti á þessu ári eftir að hafa verið í lægð undanfarin tvö ár. Hann hefur ekki sigrað á atvinnumóti frá árinu 2009 á opna ástralska meistaramótinu. Hann er í 18. sæti heimslistans sem er algjörlega óásættanleg staða að hans mati. Á ferlinum hefur Woods sigrað á 14 stórmótum og aðeins Jack Nicklaus frá Bandaríkjunum hefur gert betur. Met „Gullbjarnarins" stendur enn, 18 sigrar á stórmótum. Golf Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Tiger Woods virðist vera klár í slaginn fyrir fyrsta stórmót ársins, Mastersmótið, sem hefst þann 5. apríl á Augusta vellinum í Georgíu. Bandaríski kylfingurinn lék á góðgerðamóti í gær þar sem hann lék betri bolta með Englendingnum Justin Rose. Þeir léku samtals á 9 höggum undir pari eða 63 höggum. Woods hætti keppni á lokadegi heimsmótsins sem fram fór fyrir rúmri viku síðan. Þar tóku sig upp meiðsli í hásin og tók hinn 36 ára gamli Woods enga áhættu. „Ég hef leikið meiddur áður og það hefur ekki haft góð áhrif þegar uppi er staðið. Ég var varkár og hætti og þess vegna get ég leikið núna. Í fyrra tók ég ranga ákvörðun og reyndi að keppa meiddur. Það var dýrkeypt og ég missti af tveimur stórmótum," sagði Woods við fréttamenn í gær. Mótinu lýkur í kvöld þar sem leiknar verða 18 holur í einstaklingskeppni. Á fimmtudaginn hefst síðan PGA mót á Bay Hill vellinum þar sem Woods mun taka þátt. Hann mun síðan hvíla í eina viku áður en keppni hefst á Augusta. Sýnt verður beint frá Mastersmótinu á Stöð 2 sport. Woods ætlar sér stóra hluti á þessu ári eftir að hafa verið í lægð undanfarin tvö ár. Hann hefur ekki sigrað á atvinnumóti frá árinu 2009 á opna ástralska meistaramótinu. Hann er í 18. sæti heimslistans sem er algjörlega óásættanleg staða að hans mati. Á ferlinum hefur Woods sigrað á 14 stórmótum og aðeins Jack Nicklaus frá Bandaríkjunum hefur gert betur. Met „Gullbjarnarins" stendur enn, 18 sigrar á stórmótum.
Golf Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira