Opna fyrir veiði í ósasvæði Laxá í Ásum Af Vötn og Veiði skrifar 20. mars 2012 10:17 Mynd af www.votnogveidi.is Félagið Salmon tails, sem er leigutaki Laxár á Ásum og Mýrarkvíslar er að kynna ansi spennandi nýjung, eða ósasvæði Laxár á Ásum sem liggur að hluta andspænis hinu rómaða silungasvæði Vatnsdalsár. Í fréttatilkynningu frá ST segir m.a.: „Salmon Tails kynna til sögunnar ósasvæði Laxár á Ásum, tveggja stanga 3 km langt silungaveiðisvæði beint á móti silungasvæði Vatnsdalsár. Svæðið hefur aldrei verið nýtt til stangaveiða en stendur nú til boða frá 1. maí – 20. júní og eftir atvikum 15. ágúst – 11. september. Salmon Tails hafa hafið sölu á veiðileyfum í vorveiðina en hyggjast stíga varlega til jarðar og ef vel gengur munu veiðileyfi í haustveiði standa til boða. Stangardagurinn kostar kr. 15.000,-. Veitt er frá hádegi til hádegis. Gamla veiðihúsið við Laxá á Ásum fylgir með kaupum á veiðileyfum, þar er pláss fyrir 6 manns í óuppábúnum rúmum. Leyfilegt agn er einungis fluga og allt dráp á löxum er bannað. Arnar Jón Agnarsson veitir frekari upplýsingar og selur veiðileyfi í síma 899-3702. Meira á https://www.votnogveidi.is/frettir/almennt/nr/4159 Stangveiði Mest lesið Rithöfundar á Rangárbökkum Veiði Svona færðu laxinn til að taka Veiði 147 laxar á einum degi Veiði Smálaxagöngur að skila sér í Norðurá Veiði Góður gangur í Langá Veiði Þverá og Kjarrá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Meðalþyngdin 12 pund úr Fnjóská Veiði Flottur sjóbirtingur úr Hörgá Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Allt um veiðihnúta Veiði
Félagið Salmon tails, sem er leigutaki Laxár á Ásum og Mýrarkvíslar er að kynna ansi spennandi nýjung, eða ósasvæði Laxár á Ásum sem liggur að hluta andspænis hinu rómaða silungasvæði Vatnsdalsár. Í fréttatilkynningu frá ST segir m.a.: „Salmon Tails kynna til sögunnar ósasvæði Laxár á Ásum, tveggja stanga 3 km langt silungaveiðisvæði beint á móti silungasvæði Vatnsdalsár. Svæðið hefur aldrei verið nýtt til stangaveiða en stendur nú til boða frá 1. maí – 20. júní og eftir atvikum 15. ágúst – 11. september. Salmon Tails hafa hafið sölu á veiðileyfum í vorveiðina en hyggjast stíga varlega til jarðar og ef vel gengur munu veiðileyfi í haustveiði standa til boða. Stangardagurinn kostar kr. 15.000,-. Veitt er frá hádegi til hádegis. Gamla veiðihúsið við Laxá á Ásum fylgir með kaupum á veiðileyfum, þar er pláss fyrir 6 manns í óuppábúnum rúmum. Leyfilegt agn er einungis fluga og allt dráp á löxum er bannað. Arnar Jón Agnarsson veitir frekari upplýsingar og selur veiðileyfi í síma 899-3702. Meira á https://www.votnogveidi.is/frettir/almennt/nr/4159
Stangveiði Mest lesið Rithöfundar á Rangárbökkum Veiði Svona færðu laxinn til að taka Veiði 147 laxar á einum degi Veiði Smálaxagöngur að skila sér í Norðurá Veiði Góður gangur í Langá Veiði Þverá og Kjarrá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Meðalþyngdin 12 pund úr Fnjóská Veiði Flottur sjóbirtingur úr Hörgá Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Allt um veiðihnúta Veiði