Golf

Masters: Oosthuizen og Watson spila bráðabana um græna jakkann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Louis Oosthuizen og Bubba Watson þakka fyrir hringinn.
Louis Oosthuizen og Bubba Watson þakka fyrir hringinn. Mynd/AP
Louis Oosthuizen og Bubba Watson urðu efstir og jafnir á Mastersmótinu í golfi og þurfa að spila bráðabana um titilinn. Báðir léku þeir holurnar 72 á 10 höggum undir pari.

Bubba Watson náði fjórum fuglum í röð á síðustu níu á lokahringnum og lék fjórða hringinn á fjórum höggum undir pari. Louis Oosthuizen lék á þremur höggum undir pari en hann átti ótrúlegt á annarri holu þegar hann fór par fimm holu á aðeins tveimur höggum.

Lee Westwood, Matt Kuchar, Peter Hanson og Phil Mickelson urðu jafnir í þriðja sætinu á átta höggum undir pari.

Það gekk ekki nógu vel hjá Peter Hanson sem var með eins högg forystu fyrir lokadaginn. Hanson fékk ekki fyrsta fuglinn fyrr en á fimmtándu holu en endaði hringinn á því að spila á 73 höggum eða einu höggi yfir pari.

Phil Mickelson byrjaði mótið illa og hann byrjaði lokadaginn líka illa þegar hann tapaði þremur höggum á fjórðu holu. Mickelson vann þessi högg til baka en komst ekki nær efstu mönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×