Englendingurinn Luke Donald vill væntanlega gleyma fyrsta hringnum á Mastersmótinu sem fyrst. Lengi vel leit út fyrir að Donald, sem spilaði á þremur höggum yfir pari, yrði dæmdur úr leik.
Talið var í fyrstu að Donald hefði kvittað á skorkort sitt með lokaskor 73 högg í stað 75. Slíkt er brottrekstrarsök og þurfi Donald að bíða í um klukkustund meðan starfsmenn mótsins rannsökuðu málið.
Í ljós kom að faxvélin sem las inn skorkortin mislas töluna 5 sem töluna 3 á fimmtu holu vallarins og Donald leyft að halda áfram keppni.
„Var að leggja á eftir spjall við Luke. Hann hefur ekki verið dæmdur úr leik," skrifaði Diane, eiginkona Donald, á Twitter-síðu sína.
Donald, sem vermir efsta sæti heimslistans, hefur enn ekki unnið risamót í golfi.
