Handbolti

ÍBV skoraði þrátt fyrir að vera fjórum mönnum færri

Mynd/HAG
Ótrúlegt atvik átti sér stað í leik Fram og ÍBV í úrslitakeppni N1-deildar kvenna í kvöld. Eyjastúlkur skoruðu þá mark þrátt fyrir að hafa misst fjóra leikmenn af velli í tveggja mínútna brottvísanir.

Fram vann leikinn örugglega, 29-21, og þar með rimmuna 3-0. Atvikið gerðist snemma í síðari hálfleik þegar ljóst var í hvað stefndi og sigur Fram ekki í hættu.

ÍBV hafði reyndar misst fimm leikmenn af velli með skömmu millibili og var Guðbjörg því ein í einni sókn ÍBV en fékk reyndar aðstoð hjá Florentinu Stanciu, markverði liðsins.

Í næstu sókn var Guðbjörg búin að fá einn útileikmann inn á til viðbótar og þá tókst henni að skora, þrátt fyrir að Framarar voru með fullskipað lið og sex manna varnarlínu. Reyndist það hennar eina mark í leiknum.

Umfjöllun og viðtöl um leikinn má finna í greininni hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×