Meðfylgjandi myndir voru teknar í þakíbúð á 31. hæð í háhýsi sem er staðsett á kletti í Netanya í Ísrael. Arkitektarstofan Domb Architects hannaði en allir innanstokksmunir í íbúðinni eru frá Armani Casa.
Þegar komið er inn í rýmið úr lyftu blasir samstundis við stórfenglegt útsýni yfir Miðjarðarhafið en eins og sjá má er fagurblár sjórinn stór hluti af stemningunni.
Marmari þekur gólfflöt og speglar spila stórt hlutverk - takið eftir sjónvarpinu á baðinu.
Undursamlegt útsýni úr lúxusíbúð
