Azealia Banks aflýsir tónleikum á Íslandi 24. apríl 2012 09:30 Tónleikum Azealiu Banks sem halda átti í Vodafonehöllinni þann 6. júní hefur verið aflýst. „Söngkonan hefur einnig aflýst um 25 tónleikum víða um lönd í júní og júlí. Ástæðan er samkvæmt upplýsingum frá umboðsmanni söngkonunnar, að vegna mikilla anna hefur hún ekki náð að ljúka vinnu við væntanlega hljómplötu," segir í fréttatilkynningu á midi.is. Aðstandendur tónleikanna gátu ekki bókað aðra tónleika með söngkonunni á þessu ári. Á næstu dögum mun því starfsfólk Midi.is hafa samband við alla þá sem keyptu miða á tónleikana vegna endurgreiðslu. Einnig geta miðaeigendur sjálfir haft samband í síma 540-9800 eða á netfangið midi@midi.is. Azealia hóf ferilinn sem dansari og leikari en vakti fyrst athygli sem söngkona með laginu Seventeen fyrir tveimur árum. Í kjölfarið kom út lagið L8R og síðan rómuð útgáfa hennar á Slow Hands með hljómsveitinni Interpol. Núna hefur hún samið við útgáfurisann Universal og upptökustjóri plötunnar hennar verður Paul Epworth, sem tók upp metsöluplötu Adele, 21. Tónleikar hennar hér á landi mæltust vel fyrir, enda var hún einn stærsti listamaðurinn á leið hingað sem höfðar til yngri kynslóðarinnar. Tónlist Mest lesið Michael Madsen er látinn Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Tónleikum Azealiu Banks sem halda átti í Vodafonehöllinni þann 6. júní hefur verið aflýst. „Söngkonan hefur einnig aflýst um 25 tónleikum víða um lönd í júní og júlí. Ástæðan er samkvæmt upplýsingum frá umboðsmanni söngkonunnar, að vegna mikilla anna hefur hún ekki náð að ljúka vinnu við væntanlega hljómplötu," segir í fréttatilkynningu á midi.is. Aðstandendur tónleikanna gátu ekki bókað aðra tónleika með söngkonunni á þessu ári. Á næstu dögum mun því starfsfólk Midi.is hafa samband við alla þá sem keyptu miða á tónleikana vegna endurgreiðslu. Einnig geta miðaeigendur sjálfir haft samband í síma 540-9800 eða á netfangið midi@midi.is. Azealia hóf ferilinn sem dansari og leikari en vakti fyrst athygli sem söngkona með laginu Seventeen fyrir tveimur árum. Í kjölfarið kom út lagið L8R og síðan rómuð útgáfa hennar á Slow Hands með hljómsveitinni Interpol. Núna hefur hún samið við útgáfurisann Universal og upptökustjóri plötunnar hennar verður Paul Epworth, sem tók upp metsöluplötu Adele, 21. Tónleikar hennar hér á landi mæltust vel fyrir, enda var hún einn stærsti listamaðurinn á leið hingað sem höfðar til yngri kynslóðarinnar.
Tónlist Mest lesið Michael Madsen er látinn Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira