Golf

Ben Curtis á sigurbraut á ný | sex ára bið eftir sigri á enda

Bandaríkjamaðurinn Ben Curtis sigraði á Texas meistaramótinu á PGA mótaröðinni í golfi í gær.
Bandaríkjamaðurinn Ben Curtis sigraði á Texas meistaramótinu á PGA mótaröðinni í golfi í gær. AP
Bandaríkjamaðurinn Ben Curtis sigraði á Texas meistaramótinu á PGA mótaröðinni í golfi í gær og er þetta fyrsti sigur hans í sex ár. Curtis, sem sigraði á opna breska meistaramótinu í fyrstu tilraun árið 2003, var fyrir mótið ekki með keppnisrétta á PGA mótaröðinni eftir afleitt gengi á undanförnum árum. Með sigrinum tryggði hann sér keppnisrétt næstu tvö árin og 140 milljónir kr. í verðlaunafé.

Þetta er fjórði sigur Curtis á PGA mótaröðinni en hann lék lokahringinn á pari vallar eða 72 höggum. Samtals var hann á 9 höggum undir pari valla. Matt Every og John Huh komu þar á eftir, tveimur höggum á eftir Curtis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×