Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Valur 18-26 Elvar Geir Magnússon í Mýrinni skrifar 21. apríl 2012 00:01 Valsstúlkur stefna hraðbyri í úrslitarimmu N1-deildar kvenna eftir öruggan sigur á Stjörnunni í öðrum undanúrslitaleik liðanna í dag, 18-26. Valur er þar með kominn í 2-0 í einvíginu og vantar aðeins einn sigur til viðbótar til þess að komast í úrslitaeinvígið. Það tók smá tíma fyrir Valsliðið að finna rétta gírinn í Mýrinni í dag en leið og hann kom var þetta aldrei spurning. Stjörnunni gekk bölvanlega að finna leiðina að netinu í seinni hálfleik og það var ekki fyrr en úrslitin voru endanlega ráðin sem Valsliðið fór að slaka á og Stjarnan náði að bæta við mörkum. Valur hefur einfaldlega mun sterkara lið og mikið þarf að ganga á svo Stjörnunni verði ekki sópað úr keppni í næsta leik á Hlíðarenda. Valur þurfti ekki að eiga sinn besta leik til að vinna þetta öruggan sigur.Stefán: Við klárum þetta í næsta leik "Það er kannski eðlilegt að það hafi verið smá kæruleysi í byrjun eftir að við unnum svona stórsigur í síðasta leik. Við byrjuðum að spila vel þegar 15 mínútur voru eftir af leiknum. Svo spiluðum við góða vörn í seinni hálfleik. Það vann leikinn okkar," sagði Stefán Arnarson, þjálfari Valsliðsins. "Við getum gert enn betur, það er margt sem hægt er að laga úr þessum leik í dag." "Við klárum þetta í næsta leik, það er alveg ljóst. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að komast sem fyrst í frí. Fyrst við erum 2-0 yfir þá eigum við að klára þetta 3-0."Gústaf Adolf: Sé þetta lið ekki vera stöðvað "Það var kannski viðbúið að þetta færi svona. Við höfum náð eins langt og hægt er miðað við það sem gengið hefur á. Það hafa mörg skörð verið hoggin í okkar hóp undanfarin ár. Það hefur sínar afleiðingar," sagði Gústaf Adolf Björnsson, þjálfari Stjörnunnar, sem var hreinskilinn í viðtali eftir leikinn. Hann segir að möguleikinn á að Stjarnan vinni sigur í næsta leik á Hliðarenda sé enginn. "Nei það er eitthvað sem ég sé ekki gerast. Staðreyndin er sú að við höfum ekki afrekslið í höndunum sem raunhæft er að stefni á efstu sætin. Við sýndum það samt fyrstu 20 mínúturnar að við getum gert ágætis hluti." "Valsliðið er vel skipulagt og öflugt lið með landsliðsmenn í öllum stöðum. Ég get ekki séð þetta lið vera stöðvað." Hér að neðan má lesa Handboltavakt leiksins. Olís-deild kvenna Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur Sjá meira
Valsstúlkur stefna hraðbyri í úrslitarimmu N1-deildar kvenna eftir öruggan sigur á Stjörnunni í öðrum undanúrslitaleik liðanna í dag, 18-26. Valur er þar með kominn í 2-0 í einvíginu og vantar aðeins einn sigur til viðbótar til þess að komast í úrslitaeinvígið. Það tók smá tíma fyrir Valsliðið að finna rétta gírinn í Mýrinni í dag en leið og hann kom var þetta aldrei spurning. Stjörnunni gekk bölvanlega að finna leiðina að netinu í seinni hálfleik og það var ekki fyrr en úrslitin voru endanlega ráðin sem Valsliðið fór að slaka á og Stjarnan náði að bæta við mörkum. Valur hefur einfaldlega mun sterkara lið og mikið þarf að ganga á svo Stjörnunni verði ekki sópað úr keppni í næsta leik á Hlíðarenda. Valur þurfti ekki að eiga sinn besta leik til að vinna þetta öruggan sigur.Stefán: Við klárum þetta í næsta leik "Það er kannski eðlilegt að það hafi verið smá kæruleysi í byrjun eftir að við unnum svona stórsigur í síðasta leik. Við byrjuðum að spila vel þegar 15 mínútur voru eftir af leiknum. Svo spiluðum við góða vörn í seinni hálfleik. Það vann leikinn okkar," sagði Stefán Arnarson, þjálfari Valsliðsins. "Við getum gert enn betur, það er margt sem hægt er að laga úr þessum leik í dag." "Við klárum þetta í næsta leik, það er alveg ljóst. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að komast sem fyrst í frí. Fyrst við erum 2-0 yfir þá eigum við að klára þetta 3-0."Gústaf Adolf: Sé þetta lið ekki vera stöðvað "Það var kannski viðbúið að þetta færi svona. Við höfum náð eins langt og hægt er miðað við það sem gengið hefur á. Það hafa mörg skörð verið hoggin í okkar hóp undanfarin ár. Það hefur sínar afleiðingar," sagði Gústaf Adolf Björnsson, þjálfari Stjörnunnar, sem var hreinskilinn í viðtali eftir leikinn. Hann segir að möguleikinn á að Stjarnan vinni sigur í næsta leik á Hliðarenda sé enginn. "Nei það er eitthvað sem ég sé ekki gerast. Staðreyndin er sú að við höfum ekki afrekslið í höndunum sem raunhæft er að stefni á efstu sætin. Við sýndum það samt fyrstu 20 mínúturnar að við getum gert ágætis hluti." "Valsliðið er vel skipulagt og öflugt lið með landsliðsmenn í öllum stöðum. Ég get ekki séð þetta lið vera stöðvað." Hér að neðan má lesa Handboltavakt leiksins.
Olís-deild kvenna Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur Sjá meira