Spáð í veiðisumarið: Bleikjan dalar en urriðinn ekki Svavar Hávarðsson skrifar 10. maí 2012 10:30 Þessi urriði sem veiddist í Elliðavatni síðasta sumar hafði nýlega étið síli, eins og glöggt má sjá á myndinni. Trausti Guðni Guðbergsson, fiskifræðingur hjá Veiðimálastofnun, fór yfir horfurnar fyrir sumarið á síðasta opna kvöldi Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Bleikjan lætur undan síga Eins og menn þekkja er ekki lengur hægt að ganga að bleikjunni vísri í þeim fjölmörgu ám sem fóstra þennan stórkostlega fisk. Bleikjuveiði er ekki svipur hjá sjón, og má segja að um hrun sé að ræða frá því sem áður var. Í vatnakerfi Borgarfjarðar hefur veiði á bleikju farið á nokkrum árum úr 4000 bleikjum niður í hundrað. Það er nokkuð sama hvert er litið er, sérstaklega á Vesturlandi, að bleikjustofnum hefur hnignað. Sama er uppi á teningnum á Norðvesturlandi og þegar haldið er áfram austur úr þá má segja að sagan sé sú sama. Undantekningin er Fnjóská, en bleikjuveiðiperlan Eyjafjarðará hefur verulega látið á sjá. Á Austurlandi er sama sagan svo þróunin er ekki bundin við svæði eða landshluta. Hlýnun hefur mikil áhrif á vistkerfin Guðni sagði að horfa bæri til áranna 1999 til 2001 í þessu tilliti. Þá fór ekki á milli mála að bleikjustofnum tók markvert að hnigna. Frá sama tíma sýna gögn úr vatnshitamælingum að vatnshiti tók að stíga og er það mat Guðna að ekki verði litið framhjá þessari staðreynd þegar leitað er skýringa á því að bleikjan hefur látið undan síga. Bleikjan er jú harðgerður fiskur og nær útbreiðsla hennar norðar en nokkurrar annarrar ferskvatnsfisktegundar. Hitnandi vatn sættir hún sig ekki við og þarf vart að endursegja ævintýralegar sögur af bleikjuveiði á Grænlandi til dæmis, þar sem hægt er að ganga þurrum fótum yfir árnar á þverhandarbreiðum bleikjubökum. Í þessu samhengi minnti Guðni á komu flundrunnar sem er farin að gera mjög vart við sig, svo ekki sé talað um makríl sem gengur nú inn í íslenska fiskveiðilögsögu ár hvert (1,1 milljón tonn sumarið 2011 er mat Hafrannsóknastofnunar.) Sandsílastofninn hefur gefið eftir með þeim afleiðingum að svartfuglastofnar hafa látið á sjá svo það er víða í umhverfinu sem hlýnun er farin að hafa mikil áhrif á vistkerfin, en fyrir stangveiðimenn er sárt að sjá sjógöngustofna bleikjunnar fá þennan skell. Urriðinn græðir Eins bitur og missir bleikjunnar er, má segja að sterkari stofnar urriðans sé helst til að lina sárasta sviðann. Það er nefnilega svo að á meðan bleikjan hopar undan hitnandi vatni tekur urriðinn breytingunum fagnandi. Guðni sagði að á sama tíma og gögn sýni afdráttarlaust að bleikjan sé á undanhaldi megi merkja hið gagnstæða í veiði á urriða, til dæmis á Norðvesturlandi þar sem er aukning í veiði í flestum ám (hér er ekki gerður greinarmunur á staðbundnum stofnum og sjóbirtingi.) Hvað varðar sjóbirtinginn sértaklega, en mekka þeirra urriðastofna er auðvitað Suðurland, er meginlínan sú að veiðin hefur minnkað eitthvað aðeins en veiðin hefur verið meiri á Norður- og Austurlandi. Í þessu samhengi er rétt að árétta að bleikjan gerir minnstu kröfurnar til umhverfisins og líður vel í köldu vatni - laxinn gerir mestar kröfurnar, en urriðinn er þarna mitt á milli. Hlýnandi veðurfar er því að hafa áhrif og tíðin í vor gefur tilefni til að halda að sama þróun verði áfram. Þetta bendir þá til þess að urriðinn sé að yfirtaka búsvæði bleikjunnar; eftirgjöf hennar hentar urriðanum, sérstaklega á hrogna og seiðastigi sem skilar sé svo í veiðinni. Horfurnar fyrir sumarið eru því þær að líkur á góðri bleikjuveiði eru ekkert sérstaklega góðar en í staðinn má vænta þess að sá doppótti verði fyrirferðarmeiri í veiði sumarsins og næstu ár. svavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði
Guðni Guðbergsson, fiskifræðingur hjá Veiðimálastofnun, fór yfir horfurnar fyrir sumarið á síðasta opna kvöldi Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Bleikjan lætur undan síga Eins og menn þekkja er ekki lengur hægt að ganga að bleikjunni vísri í þeim fjölmörgu ám sem fóstra þennan stórkostlega fisk. Bleikjuveiði er ekki svipur hjá sjón, og má segja að um hrun sé að ræða frá því sem áður var. Í vatnakerfi Borgarfjarðar hefur veiði á bleikju farið á nokkrum árum úr 4000 bleikjum niður í hundrað. Það er nokkuð sama hvert er litið er, sérstaklega á Vesturlandi, að bleikjustofnum hefur hnignað. Sama er uppi á teningnum á Norðvesturlandi og þegar haldið er áfram austur úr þá má segja að sagan sé sú sama. Undantekningin er Fnjóská, en bleikjuveiðiperlan Eyjafjarðará hefur verulega látið á sjá. Á Austurlandi er sama sagan svo þróunin er ekki bundin við svæði eða landshluta. Hlýnun hefur mikil áhrif á vistkerfin Guðni sagði að horfa bæri til áranna 1999 til 2001 í þessu tilliti. Þá fór ekki á milli mála að bleikjustofnum tók markvert að hnigna. Frá sama tíma sýna gögn úr vatnshitamælingum að vatnshiti tók að stíga og er það mat Guðna að ekki verði litið framhjá þessari staðreynd þegar leitað er skýringa á því að bleikjan hefur látið undan síga. Bleikjan er jú harðgerður fiskur og nær útbreiðsla hennar norðar en nokkurrar annarrar ferskvatnsfisktegundar. Hitnandi vatn sættir hún sig ekki við og þarf vart að endursegja ævintýralegar sögur af bleikjuveiði á Grænlandi til dæmis, þar sem hægt er að ganga þurrum fótum yfir árnar á þverhandarbreiðum bleikjubökum. Í þessu samhengi minnti Guðni á komu flundrunnar sem er farin að gera mjög vart við sig, svo ekki sé talað um makríl sem gengur nú inn í íslenska fiskveiðilögsögu ár hvert (1,1 milljón tonn sumarið 2011 er mat Hafrannsóknastofnunar.) Sandsílastofninn hefur gefið eftir með þeim afleiðingum að svartfuglastofnar hafa látið á sjá svo það er víða í umhverfinu sem hlýnun er farin að hafa mikil áhrif á vistkerfin, en fyrir stangveiðimenn er sárt að sjá sjógöngustofna bleikjunnar fá þennan skell. Urriðinn græðir Eins bitur og missir bleikjunnar er, má segja að sterkari stofnar urriðans sé helst til að lina sárasta sviðann. Það er nefnilega svo að á meðan bleikjan hopar undan hitnandi vatni tekur urriðinn breytingunum fagnandi. Guðni sagði að á sama tíma og gögn sýni afdráttarlaust að bleikjan sé á undanhaldi megi merkja hið gagnstæða í veiði á urriða, til dæmis á Norðvesturlandi þar sem er aukning í veiði í flestum ám (hér er ekki gerður greinarmunur á staðbundnum stofnum og sjóbirtingi.) Hvað varðar sjóbirtinginn sértaklega, en mekka þeirra urriðastofna er auðvitað Suðurland, er meginlínan sú að veiðin hefur minnkað eitthvað aðeins en veiðin hefur verið meiri á Norður- og Austurlandi. Í þessu samhengi er rétt að árétta að bleikjan gerir minnstu kröfurnar til umhverfisins og líður vel í köldu vatni - laxinn gerir mestar kröfurnar, en urriðinn er þarna mitt á milli. Hlýnandi veðurfar er því að hafa áhrif og tíðin í vor gefur tilefni til að halda að sama þróun verði áfram. Þetta bendir þá til þess að urriðinn sé að yfirtaka búsvæði bleikjunnar; eftirgjöf hennar hentar urriðanum, sérstaklega á hrogna og seiðastigi sem skilar sé svo í veiðinni. Horfurnar fyrir sumarið eru því þær að líkur á góðri bleikjuveiði eru ekkert sérstaklega góðar en í staðinn má vænta þess að sá doppótti verði fyrirferðarmeiri í veiði sumarsins og næstu ár. svavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði