Valur og Fram munu spila hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta kvenna í Vodfone-höllinni á laugardaginn en það var ljóst eftir að Fram vann 18-17 sigur í fjórða leik liðanna í Safamýrinni í kvöld. Stelka Sigurðardóttir tryggði Fram sigurinn nokkrum sekúndum fyrir leikslok með sínu níunda marki í leiknum.
Fram vann fyrsta leikinn en Valskonur höfðu unnið síðustu tvo leiki og gátu tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn þriðja árið í röð með sigri í kvöld. Valsliðið var 16-14 yfir þegar tíu mínútur voru eftir en Framliðið gafst ekki upp og tryggði sér oddaleik með flottum endaspretti.
Stefán Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á leik Fram og Vals í Safamýri í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum. Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.
Oddaleikur framundan hjá Fram og Val - myndir
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið





Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995
Íslenski boltinn




Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar
Enski boltinn

Blóðgaði dómara
Körfubolti