Handbolti

Framkonur gengu á vegg í Vodafone-höllinni - myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Stefán
Valskonur eru komnar í lykilstöðu í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitil kvenna í handbolta eftir sannfærandi 23-17 sigur á Fram í þriðja úrslitaleik N1 deild kvenna í Vodfone-höllinni í kvöld. Valsvörnin sýndi styrk sinn í leiknum í kvöld með Önnu Úrsúlu Guðmundsdóttur í broddi fylkingar.

Fram vann fyrsta leikinn með sannfærandi hætti en Valskonur hafa svarað með tveimur sigrum í röð og geta nú tryggt sér titilinn í Safamýri á miðvikudagskvöldið.

Framarar nýttu aðeins 17 af 47 skotum sínum í kvöld (36 prósent) og mörg þeirra enduðu í varnarvegg Valsliðsins auk þess að Guðný Jenný Ásmundsdóttir varði 14 skot í marki Vals.

Stefán Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á leik Vals og Fram í Vodafonehöllinni og náði þessum skemmtilegu myndum. Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×