Allt um veiðihnúta Trausti Hafliðason skrifar 7. maí 2012 15:47 Á vefsíðunni Videofishingknots eru leiðbeiningar um hvernig hnýta á fjölda hnúta. Stangaveiðimenn þurfa nauðsynlega að kunna nokkra veiðihnúta. Í raun er fásinna að halda til veiði án þess að búa yfir grunnþekkingu á því hvernig festa eigi taum og línu og flugu eða spún á taum eða girni. Ómögulegt er að þurfa að treysta á veiðifélagana ef fluga slitnar af taum nú eða taumur af línu. Misjafnt er hvernig menn búa um hnúta sína. Sumir binda línu og taum saman með tvöföldum rembihnút (Surgeon's Knot) á meðan aðrir gera það með því að búa til lykkju á tauminn (til dæmis Perfection Loop) og binda lykkuna síðan fasta við tilbúna lykkju á línu. Langflestir, líklega 90 prósent veiðimanna, binda flugu á taum með öngulhnút (Clinch Knot). Á netinu má finna aragrúa leiðbeininga um það hvernig hnýta eigi hnúta. Veiðivísir mælir sérstaklega með vefsíðunni Videofishingknots. Einnig er síðan Animatedknots ágæt. Þá er mönnum ekkert að vanbúnaði en að eyða einni kvöldstund í hnútaæfingar. Stangveiði Mest lesið Hopar bleikjan nyrðra fyrir sjóbirtingi? Veiði Fyrsti 20 punda laxinn í sumar Veiði Mikið rætt um verðhækkanir veiðileyfa Veiði Ein af veiðnustu flugunum í silung Veiði Vorveiðin komin á Veiða.is Veiði Nám fyrir veiðileiðsögn Veiði Ásgarður að koma sterkur inn Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Rjúnaveiðar aðeins leyfðar frá hádegi Veiði Stefnir í algjöra örtröð á hreindýrslóð Veiði
Stangaveiðimenn þurfa nauðsynlega að kunna nokkra veiðihnúta. Í raun er fásinna að halda til veiði án þess að búa yfir grunnþekkingu á því hvernig festa eigi taum og línu og flugu eða spún á taum eða girni. Ómögulegt er að þurfa að treysta á veiðifélagana ef fluga slitnar af taum nú eða taumur af línu. Misjafnt er hvernig menn búa um hnúta sína. Sumir binda línu og taum saman með tvöföldum rembihnút (Surgeon's Knot) á meðan aðrir gera það með því að búa til lykkju á tauminn (til dæmis Perfection Loop) og binda lykkuna síðan fasta við tilbúna lykkju á línu. Langflestir, líklega 90 prósent veiðimanna, binda flugu á taum með öngulhnút (Clinch Knot). Á netinu má finna aragrúa leiðbeininga um það hvernig hnýta eigi hnúta. Veiðivísir mælir sérstaklega með vefsíðunni Videofishingknots. Einnig er síðan Animatedknots ágæt. Þá er mönnum ekkert að vanbúnaði en að eyða einni kvöldstund í hnútaæfingar.
Stangveiði Mest lesið Hopar bleikjan nyrðra fyrir sjóbirtingi? Veiði Fyrsti 20 punda laxinn í sumar Veiði Mikið rætt um verðhækkanir veiðileyfa Veiði Ein af veiðnustu flugunum í silung Veiði Vorveiðin komin á Veiða.is Veiði Nám fyrir veiðileiðsögn Veiði Ásgarður að koma sterkur inn Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Rjúnaveiðar aðeins leyfðar frá hádegi Veiði Stefnir í algjöra örtröð á hreindýrslóð Veiði