Staða íslenska laxins góð í alþjóðlegu tilliti Svavar Hávarðsson skrifar 4. maí 2012 09:00 Þórarinn Sigþórsson sleppir laxi í Blöndu. 40% af veiddum laxi er sleppt á Íslandi en öllum laxi í Bandaríkjunum. Stefán Sigurðsson Ástand íslenska laxastofnsins er heilt yfir í ágætu lagi varðandi smálaxa, en áhyggjur eru af stórlaxi, einkum á Suður- og Vesturlandi. Staða stofnsins er góð samanborið við sambærilega stofna í Evrópu og Norður-Ameríku. Norðmenn hafa tekið fyrir veiði í 124 ám af rúmlega 400. Í Bandaríkjunum er öllum veiddum laxi sleppt aftur enda er hann á lista yfir dýr í útrýmingarhættu. Þetta er meðal þess sem kom fram í erindi Guðna Guðbergssonar, sérfræðings hjá Veiðimálastofnun, á ársfundi stofnunarinnar fyrir skemmstu.Tveir meginstofnar Guðni benti á að mat á stöðu laxastofna er fjarri því að vera einfalt. Í stuttu máli er þó niðurstaða hans sú að staðan hér sé vel ásættanleg. Athyglisvert er að íslensku laxastofnarnir eru taldir til tveggja megin stofneininga. Laxastofninn á Suður- og Vesturlandi á margt sameiginlegt með líffræði stofna í Suður-Evrópu en stofninn á Norður- og Austurlandi á margt sameiginlegt með stofnum landa sem liggja norðar.12 þúsund tonn Guðni sagði að veiði úr laxastofnum heimsins á áttunda áratugnum hefði skilað 12.000 tonna afla. Síðan hefur veiði snarminnkað og veiðin árið 2011 var um 1.600 tonn. Veiði hefur minnkað á öllum svæðum en hnignunin er mun meiri á suðlægum svæðum en þeim sem liggja norðar. Veiðin í sunnanverðri Evrópu er komin úr 4.500 tonnum niður í 500 tonn en í norðanverðri Evrópu, Noregi, Rússlandi og Finnlandi, er veiðin komin úr 2.500 tonnum í um þúsund tonn. Veiði í stofnum í Kanada snarminnkaði og eins í Bandaríkjunum þar sem Atlantshafslax er á lista yfir tegundir í útrýmingarhættu. Þar hefur gríðarleg fiskrækt verið stunduð um árabil og má í raun segja að Atlantshafslaxinn sé „í gjörgæslu" þar í landi. Ástæða þess að norðlægir stofnar standa betur en þeir sem eiga heimkynni sunnar skýrist ekki síst af því að búseta manna, og álag á náttúruna þess vegna, er meira sunnar en ekki verður litið hjá áhrifum hnattrænnar hlýnunar á vistkerfi laxins.Veiða og sleppa Það veiðifyrirkomulag að veiða og sleppa laxi er umdeilt, en þó færist þetta fyrirkomulag sífellt í vöxt. Guðni birti tölur þar sem fram kemur að í Bandaríkjunum er öllum laxi sleppt, enda ástand stofna skelfilegt. Rússar sleppa 80 til 85% af veiddum laxi og 60 til 65% í Englandi og Wales. Írar sleppa um 40% af sínum laxi líkt og við Íslendingar. Norðmenn sleppa hins vegar innan við tíunda hverjum laxi.Noregur hefur sérstöðu Gjarnan er litið til Noregs til að leita samanburðar við stöðu íslenska laxastofnsins en þar í landi hefur verið lokað fyrir veiði í 124 ám af um 400. Til samanburðar eru íslenskar laxveiðiár um 120 talsins. Er talið að veiðiréttarhafar tapi um 6,5 milljörðum króna á ári vegna lokananna. Veiðiréttarhafar kenna laxeldi um en fiskeldismenn telja að ástæðurnar séu fjölþættari. „Nýjar rannsóknir frá Noregi benda til að ef innstreymi á eldisfiski er stöðugt, eða um 20% á hverju ári, hverfa náttúrulegir stofnar á um 40 árum og verðmæti veiði minnkar verulega," sagði Guðni. Hann vék að auknum áhuga á laxeldi í sjó hér á landi og sagði nauðsynlegt að taka tillit til reynslu Norðmanna í þeim efnum. Krafan sé að engir laxar sleppi úr kvíum, en það er óraunhæft enda sýna rannsóknir að minnst einn lax sleppur út fyrir hvert tonn sem er alið.Frjósamar ár gætu framleitt meira Guðni vék að því að merki séu um skerta framleiðslugetu í nokkrum laxveiðiám hér landi. „Það er yfirleitt í frjósömustu ánum sem gætu verið að framleiða meira ef hrygningin væri meiri. En við erum líka að sjá merki um þéttleikaháð áhrif í íslenskum ám," sagði Guðni og nefndi Hofsá og Vatnsdalsá sem dæmi þar um. Guðni sagði jafnframt að það vanti að gera heildstæða úttekt á stöðu stofna hér á landi, en unnið sé að því jafnt og þétt til að nota sem grunn fyrir nýtingaráætlanir veiðifélaga og stjórnun veiða í samræmi við markmið laga um lax- og silungsveiði.svavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði
Ástand íslenska laxastofnsins er heilt yfir í ágætu lagi varðandi smálaxa, en áhyggjur eru af stórlaxi, einkum á Suður- og Vesturlandi. Staða stofnsins er góð samanborið við sambærilega stofna í Evrópu og Norður-Ameríku. Norðmenn hafa tekið fyrir veiði í 124 ám af rúmlega 400. Í Bandaríkjunum er öllum veiddum laxi sleppt aftur enda er hann á lista yfir dýr í útrýmingarhættu. Þetta er meðal þess sem kom fram í erindi Guðna Guðbergssonar, sérfræðings hjá Veiðimálastofnun, á ársfundi stofnunarinnar fyrir skemmstu.Tveir meginstofnar Guðni benti á að mat á stöðu laxastofna er fjarri því að vera einfalt. Í stuttu máli er þó niðurstaða hans sú að staðan hér sé vel ásættanleg. Athyglisvert er að íslensku laxastofnarnir eru taldir til tveggja megin stofneininga. Laxastofninn á Suður- og Vesturlandi á margt sameiginlegt með líffræði stofna í Suður-Evrópu en stofninn á Norður- og Austurlandi á margt sameiginlegt með stofnum landa sem liggja norðar.12 þúsund tonn Guðni sagði að veiði úr laxastofnum heimsins á áttunda áratugnum hefði skilað 12.000 tonna afla. Síðan hefur veiði snarminnkað og veiðin árið 2011 var um 1.600 tonn. Veiði hefur minnkað á öllum svæðum en hnignunin er mun meiri á suðlægum svæðum en þeim sem liggja norðar. Veiðin í sunnanverðri Evrópu er komin úr 4.500 tonnum niður í 500 tonn en í norðanverðri Evrópu, Noregi, Rússlandi og Finnlandi, er veiðin komin úr 2.500 tonnum í um þúsund tonn. Veiði í stofnum í Kanada snarminnkaði og eins í Bandaríkjunum þar sem Atlantshafslax er á lista yfir tegundir í útrýmingarhættu. Þar hefur gríðarleg fiskrækt verið stunduð um árabil og má í raun segja að Atlantshafslaxinn sé „í gjörgæslu" þar í landi. Ástæða þess að norðlægir stofnar standa betur en þeir sem eiga heimkynni sunnar skýrist ekki síst af því að búseta manna, og álag á náttúruna þess vegna, er meira sunnar en ekki verður litið hjá áhrifum hnattrænnar hlýnunar á vistkerfi laxins.Veiða og sleppa Það veiðifyrirkomulag að veiða og sleppa laxi er umdeilt, en þó færist þetta fyrirkomulag sífellt í vöxt. Guðni birti tölur þar sem fram kemur að í Bandaríkjunum er öllum laxi sleppt, enda ástand stofna skelfilegt. Rússar sleppa 80 til 85% af veiddum laxi og 60 til 65% í Englandi og Wales. Írar sleppa um 40% af sínum laxi líkt og við Íslendingar. Norðmenn sleppa hins vegar innan við tíunda hverjum laxi.Noregur hefur sérstöðu Gjarnan er litið til Noregs til að leita samanburðar við stöðu íslenska laxastofnsins en þar í landi hefur verið lokað fyrir veiði í 124 ám af um 400. Til samanburðar eru íslenskar laxveiðiár um 120 talsins. Er talið að veiðiréttarhafar tapi um 6,5 milljörðum króna á ári vegna lokananna. Veiðiréttarhafar kenna laxeldi um en fiskeldismenn telja að ástæðurnar séu fjölþættari. „Nýjar rannsóknir frá Noregi benda til að ef innstreymi á eldisfiski er stöðugt, eða um 20% á hverju ári, hverfa náttúrulegir stofnar á um 40 árum og verðmæti veiði minnkar verulega," sagði Guðni. Hann vék að auknum áhuga á laxeldi í sjó hér á landi og sagði nauðsynlegt að taka tillit til reynslu Norðmanna í þeim efnum. Krafan sé að engir laxar sleppi úr kvíum, en það er óraunhæft enda sýna rannsóknir að minnst einn lax sleppur út fyrir hvert tonn sem er alið.Frjósamar ár gætu framleitt meira Guðni vék að því að merki séu um skerta framleiðslugetu í nokkrum laxveiðiám hér landi. „Það er yfirleitt í frjósömustu ánum sem gætu verið að framleiða meira ef hrygningin væri meiri. En við erum líka að sjá merki um þéttleikaháð áhrif í íslenskum ám," sagði Guðni og nefndi Hofsá og Vatnsdalsá sem dæmi þar um. Guðni sagði jafnframt að það vanti að gera heildstæða úttekt á stöðu stofna hér á landi, en unnið sé að því jafnt og þétt til að nota sem grunn fyrir nýtingaráætlanir veiðifélaga og stjórnun veiða í samræmi við markmið laga um lax- og silungsveiði.svavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði