Þetta kemur fram á vef Veiðikortsins (https://veidikortid.is/). Athygli vekur að einn af þessum þremur veiðimönnum sem mokaði urriðanum upp í gærkvöldi er Cezary Fijalkowski, en Veiðivísir spjallaði einmitt við hann í gærdag eftir að hann hafið fengið sex væna urriða um morguninn. Hann gerði sem sagt enn betur í gærkvöldi þegar hann fór aftur upp á Þingvelli með tveimur sænskum félögum sínum. Þremenningarnir veiddu samtals 13 urriða. Sá minnsti var 3 pund en sá stærsti 15 pund.
Á vef Veiðikortsins kemur fram að mikið sé af urriða í Þingvallavatni en bleikjan sé hins vegar lítið farin að sýna sig, til þess þurfi að hlýna meira.
Myndirnar eru birtar með góðfúslegu leyfi Veiðikortsins.
- Hér má lesa stutt viðtal Veiðivísis við Cezary sem birtist í gær: /g/2012120509949