Risaurriðar komnir á land á Þingvöllum Trausti Hafliðason skrifar 1. maí 2012 15:09 Fjölmargir veiðimenn voru komnir til veiða á Þingvöllum morgun. Veiðin fer vel af stað í Þingvallavatni. Nokkrir stórir urriðar hafa veiðst í dag. Ingimundur Bergsson, hjá Veiðikortinu, segist hafa heyrt af því að veiðimenn hafi verið að gera góða veiði þennan fyrsta dag sem Þingvallavatn er opið í ár. Hann segir menn hafa verið að fá stóra fiska allt upp í 18 pund. Veiðivísir sló á þráðinn til Cezary Fijalkowski, sem þykir snillingur með spúninn þó hann sé líka klókur með fluguna. „Ég var mættur klukkan fimm í morgun og veiddi í þrjá tíma," segir Cezary. „Þetta byrjaði bara vel. Ég fékk tvo stóra urriða sem voru líklega 11 til 13 pund. Ég sleppti þeim að sjálfsögðu. Síðan fékk ég fjóra urriða sem voru allir á bilinu 6 til 8 pund þannig að maður kvartar ekki." Eins og oft í veiðinni þá slapp sá stóri. „Ætli ég hafi ekki misst svona 17 til 18 punda fisk en ég næ honum seinna. Það er öruggt." Aðspurður segist Cezary hafa veitt með kaststöng í morgun. „Ég notaði mest kopar toby sem ég smíðaði sjálfur. Hann hefur gefið vel. Síðan notaði ég líka stórar straumflugur, sem á ensku kallast jig, þær hafa líka reynst mér ágætlega." Stangveiði Mest lesið Rjúpnaveiðin byrjar á morgun Veiði Bleikjan að vaka í Vifilstaðavatni Veiði Topp 10 listinn yfir aflahæstu árnar Veiði Krefjandi en skemmtilegt í Geirlandsá Veiði Veiðar hefjast í Þjórsá 1. júní Veiði Veiðileyfasalan hafin á Agn.is Veiði Veiðin komin í gang á heiðunum Veiði Sjöundi ættliður leiðsögumanna í Laxá Veiði Sala veiðileyfa mjög góð hjá Hreggnasa Veiði Fjólmennt við Þingvallavatn í dag Veiði
Veiðin fer vel af stað í Þingvallavatni. Nokkrir stórir urriðar hafa veiðst í dag. Ingimundur Bergsson, hjá Veiðikortinu, segist hafa heyrt af því að veiðimenn hafi verið að gera góða veiði þennan fyrsta dag sem Þingvallavatn er opið í ár. Hann segir menn hafa verið að fá stóra fiska allt upp í 18 pund. Veiðivísir sló á þráðinn til Cezary Fijalkowski, sem þykir snillingur með spúninn þó hann sé líka klókur með fluguna. „Ég var mættur klukkan fimm í morgun og veiddi í þrjá tíma," segir Cezary. „Þetta byrjaði bara vel. Ég fékk tvo stóra urriða sem voru líklega 11 til 13 pund. Ég sleppti þeim að sjálfsögðu. Síðan fékk ég fjóra urriða sem voru allir á bilinu 6 til 8 pund þannig að maður kvartar ekki." Eins og oft í veiðinni þá slapp sá stóri. „Ætli ég hafi ekki misst svona 17 til 18 punda fisk en ég næ honum seinna. Það er öruggt." Aðspurður segist Cezary hafa veitt með kaststöng í morgun. „Ég notaði mest kopar toby sem ég smíðaði sjálfur. Hann hefur gefið vel. Síðan notaði ég líka stórar straumflugur, sem á ensku kallast jig, þær hafa líka reynst mér ágætlega."
Stangveiði Mest lesið Rjúpnaveiðin byrjar á morgun Veiði Bleikjan að vaka í Vifilstaðavatni Veiði Topp 10 listinn yfir aflahæstu árnar Veiði Krefjandi en skemmtilegt í Geirlandsá Veiði Veiðar hefjast í Þjórsá 1. júní Veiði Veiðileyfasalan hafin á Agn.is Veiði Veiðin komin í gang á heiðunum Veiði Sjöundi ættliður leiðsögumanna í Laxá Veiði Sala veiðileyfa mjög góð hjá Hreggnasa Veiði Fjólmennt við Þingvallavatn í dag Veiði