Veiddi "skrímsli" í Minnivallalæk Trausti Hafliðason skrifar 1. maí 2012 12:33 Nils er hér með risaurriða sem hann veiddi í Minnivallalæk um helgina. Veiðimaðurinn kunni Nils Folmer Jörgensen landaði 18 punda urriða í Minnivallalæk um helgina. Þetta kemur fram á vefnum strengir.is. Um síðustu helgi skrapp Nils í Minnivallalæk. Á laugardaginn veiddi hann frá klukkan 18 til 21 og fékk tvo fallega urriða á púpu. Annar var 50 sentímetrar en hinn 64. Á sunnudeginum gerðust hins vegar ævintýrin. Fljótlega upp úr hádegi setti Nils í stóran fisk í Stöðvarhyl. Sá lét heldur betur hafa fyrir sér. Göslaðist upp og niður hylinn áður en veiðifélaginn náði að nálgast hann með háfinn. Silungaháfurinn var hins vegar of lítill og fiskurinn rauk út í hyl að nýju. Eftir hetjulega baráttu náði fiskurinn að rífa sig lausan.Ótrúlega stór urriði í lítilli á Eftir að hafa fengið sér smá næringu fór Nils aftur út í á. Hann landaði fljótlega 50 sentímetra urriða á svarta straumflugu en síðan gerðist lítið þar til það fór að skyggja. Þá fór Nils aftur upp í Stöðvarhyl þar sem hann sá fjóra til sex stóra urriða sem voru í æti, grimmar uppítökur. Nils kastað mörgum flugum áður en hann hitti á þá réttu og þá tók líka sá stóri. Eftir mikla baráttu náði veiðifélagi Nils að háfa fiskinn enda nú kominn með laxaháf. „Ég hef veitt marga fiska um ævina en það var mikill léttir að ná þessum," segir Nils á vefsíðunni strengir.is. „Hvílíkt skrímsli sem lá þarna í háfnum. Í raun er ótrúlegt að urriðinn geti orðið svona stór í þessari litlu á." Fiskurinn vó 8,1 kíló og eftir að hafa tekið nokkrar myndir var honum sleppt. Svona til að ljúka góðum veiðidegi setti Nils að lokum í 11 punda urriða sem Ásta, veiðifélagi Nils, landaði. Líkt og „skrímslinu" var þessum „litla" líka sleppt.Veiddi fjóra ríflega 100 sentímetra laxa Daninn Nils Folmer Jörgensen hefur verið stórtækur í veiðinni hérlendis undanfarin misseri. Síðasta sumar veiddi hann til að mynda fjóra laxa sem mældust 100 sentímetrar eða meira. Þann stærsta tók hann í Vatnsdalsá en hann mældist 108 sentímetra langur og var einn af stærstu löxum sumarsins. Hér má lesa viðtal við Nils, sem birtist á veiðisíðu Fréttablaðsins 8. september í fyrra: /g/2011709089877 Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Höfum misst stjórn á refastofninum Veiði Gróska í veiðiþáttum í sumar Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Mest sótt um Elliðaárnar Veiði
Veiðimaðurinn kunni Nils Folmer Jörgensen landaði 18 punda urriða í Minnivallalæk um helgina. Þetta kemur fram á vefnum strengir.is. Um síðustu helgi skrapp Nils í Minnivallalæk. Á laugardaginn veiddi hann frá klukkan 18 til 21 og fékk tvo fallega urriða á púpu. Annar var 50 sentímetrar en hinn 64. Á sunnudeginum gerðust hins vegar ævintýrin. Fljótlega upp úr hádegi setti Nils í stóran fisk í Stöðvarhyl. Sá lét heldur betur hafa fyrir sér. Göslaðist upp og niður hylinn áður en veiðifélaginn náði að nálgast hann með háfinn. Silungaháfurinn var hins vegar of lítill og fiskurinn rauk út í hyl að nýju. Eftir hetjulega baráttu náði fiskurinn að rífa sig lausan.Ótrúlega stór urriði í lítilli á Eftir að hafa fengið sér smá næringu fór Nils aftur út í á. Hann landaði fljótlega 50 sentímetra urriða á svarta straumflugu en síðan gerðist lítið þar til það fór að skyggja. Þá fór Nils aftur upp í Stöðvarhyl þar sem hann sá fjóra til sex stóra urriða sem voru í æti, grimmar uppítökur. Nils kastað mörgum flugum áður en hann hitti á þá réttu og þá tók líka sá stóri. Eftir mikla baráttu náði veiðifélagi Nils að háfa fiskinn enda nú kominn með laxaháf. „Ég hef veitt marga fiska um ævina en það var mikill léttir að ná þessum," segir Nils á vefsíðunni strengir.is. „Hvílíkt skrímsli sem lá þarna í háfnum. Í raun er ótrúlegt að urriðinn geti orðið svona stór í þessari litlu á." Fiskurinn vó 8,1 kíló og eftir að hafa tekið nokkrar myndir var honum sleppt. Svona til að ljúka góðum veiðidegi setti Nils að lokum í 11 punda urriða sem Ásta, veiðifélagi Nils, landaði. Líkt og „skrímslinu" var þessum „litla" líka sleppt.Veiddi fjóra ríflega 100 sentímetra laxa Daninn Nils Folmer Jörgensen hefur verið stórtækur í veiðinni hérlendis undanfarin misseri. Síðasta sumar veiddi hann til að mynda fjóra laxa sem mældust 100 sentímetrar eða meira. Þann stærsta tók hann í Vatnsdalsá en hann mældist 108 sentímetra langur og var einn af stærstu löxum sumarsins. Hér má lesa viðtal við Nils, sem birtist á veiðisíðu Fréttablaðsins 8. september í fyrra: /g/2011709089877
Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Höfum misst stjórn á refastofninum Veiði Gróska í veiðiþáttum í sumar Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Mest sótt um Elliðaárnar Veiði