Veiði

Fyrsti lax ársins kom úr Soginu í morgun

Laxinn er mættur og hann er í stuði.
Laxinn er mættur og hann er í stuði.
Fyrsti lax veiðisumarsins 2012 var dreginn á land í Bíldsfelli í Soginu í morgun. Að því er segir á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur var það Smári Þorvaldsson sem veiddi grálúsuga 78 sentímetra hrygnu.

Að því er Smári segir í pósti til SVFR var hrygnan mjög vel haldin og negldi Black Ghost flugu númer 10 með látum.






×