Jóhannes Sturlaugsson frá Laxfiskum kom teljaranum fyrir í Elliðaánum í gær. Að því er kemur fram á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur er tilgangurinn með teljaranum margþættur.
Segir á svfr.is að nú sé að hefjast niðurganga laxaseiða í Elliðaánum. Hefð sé fyrir því að halda skýrslur um magn niðurgönguseiða og merkja þau með örmerkjum. Undanfarin ár hafi lax farið að ganga árnar frekar snemma, eða upp úr 20. maí. Því megi vera ljóst að stutt gæti orðið þar til að fyrstu laxarnir sjáist í Elliðaánum.
Teljarinn kominn upp í Elliðaánum
