Vill 7 þúsund tonna laxeldi í umhverfismat Kristján Hjálmarsson skrifar 14. maí 2012 15:44 Hraðfrystihúsið Gunnvör hyggst koma upp 7 þúsund tonna laxeldi í Ísafjarðardjúpi. Landssamband veiðifélaga hefur kært ákvörðun Skipulagsstofnunar, um að fyrirhugað 7 þúsund tonna laxeldi sem Hraðfrystihúsið Gunnvör hyggst koma upp í Ísafjarðardjúpi sé undanþegið umhverfismati, til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Í bréfi sem Landssambandið sendi úrskurðarnefndinni kemur fram að sambandið telji að umfjöllun Skipulagsstofnunar á mögulegum áhrifum laxeldis á þau miklu verðmæti sem felast í þeim veiðiám sem falla til sjávar við Ísafjarðardjúp sé með öllu ófullnægjandi. Hvergi sé að því vikið í rökstuðningi stofnunarinnar að í laxeldi á Íslandi sé einvörðungu notaður laxastofn af norskum uppruna sem fluttur var til landsins á 9. áratugnum. "Erfðarannsóknir á genamengi laxa sem gerðar hafa verið hin síðustu ár staðfesta að norskur lax er mjög fjarskyldur íslenskum laxastofnum og blöndun slíkra stofna getur haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar á þróun og viðgang hinna séríslensku náttúrulegu stofna," segir meðal annars í bréfi Landssambands veiðifélaga. Ámælisverð vinnubrögð Skipulagsstofnunar Sambandið telur það sérstaklega ámælisverð vinnubrögð hjá Skipulagstofnun að hafa ekki leitað álits Veiðimálastofnunar um möguleg áhrif af eldi laxa af norskum uppruna á svæðið áður en ákvörðun um matsskyldu var tekin. Landssambandið "leggur þunga áherslu á" að sýna beri fyllstu varúðar þegar fjallað er um eldi laxa af norskum stofni í Ísafjarðardjúpi vegna þeirra hagsmuna sem felast í þeim laxveiðiám sem eru á svæðinu og vísar til upplýsinga um veiði í ánum þar. Þá bendir Landssamband veiðimanna á að Skipulagsstofnun hafi stuðst við gömul gögn í mati sínu en eðlilegra hefði verið að styðjast við ársveiði í ánum undangengin tíu ár. Landssamband veiðifélaga gerir því þá kröfu að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felli úr gildi ákvörðun Skipulagsstofnunar um að fyrir hugað laxeldi í Ísafjarðardjúpi verði undanþegið umhverfismati og að framkvæmdin verði sett í umhverfismat. Stangveiði Mest lesið Nokkur góð ráð til að veiða meiri bleikju Veiði Allt um veiðihnúta Veiði Elliðavatn búið að vera gjöfult Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði Hvað á taumurinn að vera langur? Veiði Skortur á veiðisiðferði við Þingvallavatn Veiði I hope I got the right one! Veiði Haustbragur á veiðitölum úr laxveiðiánum Veiði Misskipt veðurguða gæðum Veiði Harry Bretaprins landaði löxum í Langá Veiði
Landssamband veiðifélaga hefur kært ákvörðun Skipulagsstofnunar, um að fyrirhugað 7 þúsund tonna laxeldi sem Hraðfrystihúsið Gunnvör hyggst koma upp í Ísafjarðardjúpi sé undanþegið umhverfismati, til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Í bréfi sem Landssambandið sendi úrskurðarnefndinni kemur fram að sambandið telji að umfjöllun Skipulagsstofnunar á mögulegum áhrifum laxeldis á þau miklu verðmæti sem felast í þeim veiðiám sem falla til sjávar við Ísafjarðardjúp sé með öllu ófullnægjandi. Hvergi sé að því vikið í rökstuðningi stofnunarinnar að í laxeldi á Íslandi sé einvörðungu notaður laxastofn af norskum uppruna sem fluttur var til landsins á 9. áratugnum. "Erfðarannsóknir á genamengi laxa sem gerðar hafa verið hin síðustu ár staðfesta að norskur lax er mjög fjarskyldur íslenskum laxastofnum og blöndun slíkra stofna getur haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar á þróun og viðgang hinna séríslensku náttúrulegu stofna," segir meðal annars í bréfi Landssambands veiðifélaga. Ámælisverð vinnubrögð Skipulagsstofnunar Sambandið telur það sérstaklega ámælisverð vinnubrögð hjá Skipulagstofnun að hafa ekki leitað álits Veiðimálastofnunar um möguleg áhrif af eldi laxa af norskum uppruna á svæðið áður en ákvörðun um matsskyldu var tekin. Landssambandið "leggur þunga áherslu á" að sýna beri fyllstu varúðar þegar fjallað er um eldi laxa af norskum stofni í Ísafjarðardjúpi vegna þeirra hagsmuna sem felast í þeim laxveiðiám sem eru á svæðinu og vísar til upplýsinga um veiði í ánum þar. Þá bendir Landssamband veiðimanna á að Skipulagsstofnun hafi stuðst við gömul gögn í mati sínu en eðlilegra hefði verið að styðjast við ársveiði í ánum undangengin tíu ár. Landssamband veiðifélaga gerir því þá kröfu að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felli úr gildi ákvörðun Skipulagsstofnunar um að fyrir hugað laxeldi í Ísafjarðardjúpi verði undanþegið umhverfismati og að framkvæmdin verði sett í umhverfismat.
Stangveiði Mest lesið Nokkur góð ráð til að veiða meiri bleikju Veiði Allt um veiðihnúta Veiði Elliðavatn búið að vera gjöfult Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði Hvað á taumurinn að vera langur? Veiði Skortur á veiðisiðferði við Þingvallavatn Veiði I hope I got the right one! Veiði Haustbragur á veiðitölum úr laxveiðiánum Veiði Misskipt veðurguða gæðum Veiði Harry Bretaprins landaði löxum í Langá Veiði