Helgarviðtal: Hljóp klofið úr vöðlunum á bökkum Öxnadalsár 13. maí 2012 13:26 Björgólfur með fisk á í Ytri Rangá. Björgólfur Hávarðsson er hámenntaður fiskeldisfræðingur sem frá barnsaldri hefur haft mikinn áhuga á veiði. Hann er alinn upp á Stöðvarfirði en hefur búið Noregi mörg ár. Hann starfar hjá fyrirtækinu Ocea AS í Bergen. Veiðivísir sló á þráðinn til Björgólfs.Hvenær byrjaðir þú að veiða á stöng og hvað varð þess valdandi að þú byrjaðir að veiða? Stangveiði er mér í blóð borin og ég man í raun ekki eftir mér án þess að vera að hugsa um fisk á einhverju formi eða tilefni. Það eru til sögur af mér þriggja ára þar sem ég er að ýkja stórlega sögu af urriða sem ég átti að hafa veitt í bæjarlæknum heima. Það er því dagljóst hvert öll vötn runnu frá fyrsta degi.Hvað var fyrsta veiðivatnið sem þú stundaðir? Mitt fyrsta veiðivatn er Innri Einarsstaðaráin sem rann við húsvegginn á húsi ömmu minnar og afa á Stöðvarfirði. Frá æsku minni á Stöðvarfirði á ég ótal minningar um urriðatitti sem hnusuðu forvitnir af ánamaðkinum sem ég hafði rennt undir einhvern steininn í von um að krækja í fisk. Og það voru líka margir sem bitu á og áttu dagsdvöl í bala fylltum af vatni fyrir ofan hús. Við strákarnir drápum sjaldan fiskinn en tókum þá iðulega heim og létum dvelja dagstund í bala, nú eða í baðkarinu, mæðrum okkar til blandaðrar ánægju. Ég held að ég hafi ákveðið lífsleið mína á þessum löngu björtu sumardögum og kom aldrei annað til greina en að verða fiskifræðingur sem nú og gekk eftir miklu seinna.Vænlegt til árangurs að hafa fluguna í vatninu Fyrsti laxinn kom loks á land hjá mér norður í Öxnadalsá í sögulegri ferð þar ég hljóp klofið úr vöðlunum mínum þegar sem ég reyndi að halda í við risa lax sem tók maðkinn hjá mér. Ég þarf vart að lýsa þeirri sjón þar sem maður sem klárlega ekki er byggður fyrir hraða og spennu hljóp árbakkann fram og til baka og hoppaði yfir gaddavírsgirðingu í tvígang á meðan laxinn óð upp og niður hylinn og hafði í fullu og öllu við þessu viðrini sem hélt í stöngina. Í þessari ferð lönduðum ég og bróðir minn okkar fyrstu löxum sama dag.Hvenær byrjaðir þú að veiða á flugu? Ég byrjaði að veiða á flugu um 1985 og fór þá í hönd tíð þar sem ég fékk ekki sporð all lengi. Þetta fór allt saman að lagast þegar bróðir minn laumaði því að mér að mestur væri möguleikinn á fiski ef menn legðu fluguna á vatnið. Þessu fylgdi ég eftir og allt kom þetta nú með tíð og tíma, bæði kast og fiskur. Síðan ég lærði þessa kúnst hefur mér fundist mest til um fluguveiði en ég á það til að nota maðk þar sem ekki er berandi flugu að. Þetta á sérstaklega við um Loen og Stryn í Sogn og Fjordana í Noregi þar sem ég veiði mikið. Aðstæður í Noregi er um margt frábrugðnar Íslenskri veiði á þann háttinn að það er oft æði mikið um tré og bak-kast er ekki alltaf einfalt. Fer í Hrútu og vonandi Spey eða Dee Hvar á að veiða í sumar? Ég fer í Hrútu snemma í júlí með föstum hóp eðaldrengja sem ég veiði oft með. Ég er einnig að vona að ég nái einum túr í Spey eða Dee í júní en það er meira óljóst hvort ég næ því. Í ágúst er ég svo að skipuleggja túr í á í eyðidal í Rogalandi. Þar er náttúran stórkostleg og feikna stórir fiskar þó áin sé ekki mikið stærri en Minnivallalækur, sem jú geymir stóra fiska líka. Áttu veiðisögu fyrir lesendur? Ég nefndi áðan að bakkast er ekki er vitlegasta aðferðin ef mikil gróður er á bökkunum. Þetta lærði ég mér til mikillar armæðu í Oselva sunnan við Bergen þegar ég hafði veitt alla nóttina úti á bryggju sem spannaði mikla leiru í ánni. Ég kunni bara venjuleg yfirhandarköst og enduðu þau grátlega oft í skóginum á bak við mig. Þegar dagaði sáu norskir félagar mínir sér til óstjórnlegrar kátínu að taumarnir mínir prýddu skóginn bak við mig eins og kóngulóarvefur. Ég tæmdi þarna á einni nóttu allt sem í fluguboxinu var og hélt að myndi duga mér sumarið. Ég ákvað þess vegna að læra köst eins og Spey köst og rúlluköst sem mér hafði í einfeldningshætti mínum fundist hjóm eitt og látalæti. Enn eitt skiptið þar sem ég hafði rangt fyrir mér. Spey kastið lærði ég svo á hinum fullkomna stað með hinum fullkomna kennara. Staðurinn var Sandy banks á Kinchurdy beat á hinni fögru Spey. Þarna var ég á fullkomnu svæði til að læra ný köst og nýjar kúnstir. Ghillie (veiðivörður) á svæðinu er hinn risavaxni skoti með stóra hjartað og stóra nafnið Hugh Montgomery Adcok. Við röltum þarna uppeftir í blíðunni og með nokkrum rólegum hreyfingum hafði hann rúllað út línunni þannig að flugan lagðist á brotið hinum megin árinnar. Hann brosti og rétti mér stöngina með þeim orðum að ef ég bara gerði eins, yrði kastið eins og hans. Tveimur tímum síðar var ég hættur að skammast mín og farinn að ná þessu bara ágætlega. Orrustuþotur trufluðu kastið Tvisvar hafði lax risið á móts við fluguna og Hugh sagði að ég og laxinn "...had an appointment if you play your cards right!" Þetta gat bara endað sögulega hugsaði ég og byrjaði að reisa stöngina til hins fullkomna Speykasts og það reyndist rétt! Akkúrat þegar ég ætlaði að byrja framkastið flugu tvær Harrier orrustuþotur yfir okkur í svona 50 metra. Þegar við höfðum náð hjartslætti og heyrn nokkurn veginn aftur meinti Hugh að nú væri kannski reynandi annarsstaðar! Ég fékk aldrei minn Spey lax en eins og öllum góðum stangveiðimönnum sæmir hugsa ég bara að það kemur alltaf nýtt ár og nýjar göngur. Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði
Björgólfur Hávarðsson er hámenntaður fiskeldisfræðingur sem frá barnsaldri hefur haft mikinn áhuga á veiði. Hann er alinn upp á Stöðvarfirði en hefur búið Noregi mörg ár. Hann starfar hjá fyrirtækinu Ocea AS í Bergen. Veiðivísir sló á þráðinn til Björgólfs.Hvenær byrjaðir þú að veiða á stöng og hvað varð þess valdandi að þú byrjaðir að veiða? Stangveiði er mér í blóð borin og ég man í raun ekki eftir mér án þess að vera að hugsa um fisk á einhverju formi eða tilefni. Það eru til sögur af mér þriggja ára þar sem ég er að ýkja stórlega sögu af urriða sem ég átti að hafa veitt í bæjarlæknum heima. Það er því dagljóst hvert öll vötn runnu frá fyrsta degi.Hvað var fyrsta veiðivatnið sem þú stundaðir? Mitt fyrsta veiðivatn er Innri Einarsstaðaráin sem rann við húsvegginn á húsi ömmu minnar og afa á Stöðvarfirði. Frá æsku minni á Stöðvarfirði á ég ótal minningar um urriðatitti sem hnusuðu forvitnir af ánamaðkinum sem ég hafði rennt undir einhvern steininn í von um að krækja í fisk. Og það voru líka margir sem bitu á og áttu dagsdvöl í bala fylltum af vatni fyrir ofan hús. Við strákarnir drápum sjaldan fiskinn en tókum þá iðulega heim og létum dvelja dagstund í bala, nú eða í baðkarinu, mæðrum okkar til blandaðrar ánægju. Ég held að ég hafi ákveðið lífsleið mína á þessum löngu björtu sumardögum og kom aldrei annað til greina en að verða fiskifræðingur sem nú og gekk eftir miklu seinna.Vænlegt til árangurs að hafa fluguna í vatninu Fyrsti laxinn kom loks á land hjá mér norður í Öxnadalsá í sögulegri ferð þar ég hljóp klofið úr vöðlunum mínum þegar sem ég reyndi að halda í við risa lax sem tók maðkinn hjá mér. Ég þarf vart að lýsa þeirri sjón þar sem maður sem klárlega ekki er byggður fyrir hraða og spennu hljóp árbakkann fram og til baka og hoppaði yfir gaddavírsgirðingu í tvígang á meðan laxinn óð upp og niður hylinn og hafði í fullu og öllu við þessu viðrini sem hélt í stöngina. Í þessari ferð lönduðum ég og bróðir minn okkar fyrstu löxum sama dag.Hvenær byrjaðir þú að veiða á flugu? Ég byrjaði að veiða á flugu um 1985 og fór þá í hönd tíð þar sem ég fékk ekki sporð all lengi. Þetta fór allt saman að lagast þegar bróðir minn laumaði því að mér að mestur væri möguleikinn á fiski ef menn legðu fluguna á vatnið. Þessu fylgdi ég eftir og allt kom þetta nú með tíð og tíma, bæði kast og fiskur. Síðan ég lærði þessa kúnst hefur mér fundist mest til um fluguveiði en ég á það til að nota maðk þar sem ekki er berandi flugu að. Þetta á sérstaklega við um Loen og Stryn í Sogn og Fjordana í Noregi þar sem ég veiði mikið. Aðstæður í Noregi er um margt frábrugðnar Íslenskri veiði á þann háttinn að það er oft æði mikið um tré og bak-kast er ekki alltaf einfalt. Fer í Hrútu og vonandi Spey eða Dee Hvar á að veiða í sumar? Ég fer í Hrútu snemma í júlí með föstum hóp eðaldrengja sem ég veiði oft með. Ég er einnig að vona að ég nái einum túr í Spey eða Dee í júní en það er meira óljóst hvort ég næ því. Í ágúst er ég svo að skipuleggja túr í á í eyðidal í Rogalandi. Þar er náttúran stórkostleg og feikna stórir fiskar þó áin sé ekki mikið stærri en Minnivallalækur, sem jú geymir stóra fiska líka. Áttu veiðisögu fyrir lesendur? Ég nefndi áðan að bakkast er ekki er vitlegasta aðferðin ef mikil gróður er á bökkunum. Þetta lærði ég mér til mikillar armæðu í Oselva sunnan við Bergen þegar ég hafði veitt alla nóttina úti á bryggju sem spannaði mikla leiru í ánni. Ég kunni bara venjuleg yfirhandarköst og enduðu þau grátlega oft í skóginum á bak við mig. Þegar dagaði sáu norskir félagar mínir sér til óstjórnlegrar kátínu að taumarnir mínir prýddu skóginn bak við mig eins og kóngulóarvefur. Ég tæmdi þarna á einni nóttu allt sem í fluguboxinu var og hélt að myndi duga mér sumarið. Ég ákvað þess vegna að læra köst eins og Spey köst og rúlluköst sem mér hafði í einfeldningshætti mínum fundist hjóm eitt og látalæti. Enn eitt skiptið þar sem ég hafði rangt fyrir mér. Spey kastið lærði ég svo á hinum fullkomna stað með hinum fullkomna kennara. Staðurinn var Sandy banks á Kinchurdy beat á hinni fögru Spey. Þarna var ég á fullkomnu svæði til að læra ný köst og nýjar kúnstir. Ghillie (veiðivörður) á svæðinu er hinn risavaxni skoti með stóra hjartað og stóra nafnið Hugh Montgomery Adcok. Við röltum þarna uppeftir í blíðunni og með nokkrum rólegum hreyfingum hafði hann rúllað út línunni þannig að flugan lagðist á brotið hinum megin árinnar. Hann brosti og rétti mér stöngina með þeim orðum að ef ég bara gerði eins, yrði kastið eins og hans. Tveimur tímum síðar var ég hættur að skammast mín og farinn að ná þessu bara ágætlega. Orrustuþotur trufluðu kastið Tvisvar hafði lax risið á móts við fluguna og Hugh sagði að ég og laxinn "...had an appointment if you play your cards right!" Þetta gat bara endað sögulega hugsaði ég og byrjaði að reisa stöngina til hins fullkomna Speykasts og það reyndist rétt! Akkúrat þegar ég ætlaði að byrja framkastið flugu tvær Harrier orrustuþotur yfir okkur í svona 50 metra. Þegar við höfðum náð hjartslætti og heyrn nokkurn veginn aftur meinti Hugh að nú væri kannski reynandi annarsstaðar! Ég fékk aldrei minn Spey lax en eins og öllum góðum stangveiðimönnum sæmir hugsa ég bara að það kemur alltaf nýtt ár og nýjar göngur.
Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði