Valskonur urðu Íslandsmeistarar í handknattleik í dag er þær unnu afar sannfærandi sigur á Fram í oddaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn.
Mikil stemning var í húsinu og áhorfendamet sett á kvennaleik á Íslandi. Stútfullt hús og mikið fjör meðan á leiknum stóð og ekki síst í leikslok.
Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á vellinum og myndaði stemninguna.
Afraksturinn má sjá í albúminu hér að neðan.
