Handbolti

Hrafnhildur: Verð bara betri með árunum

Stefán Árni Pálsson á Hlíðarenda skrifar
„Ég verð aldrei þreytt á því að lyfta þessum bikar, enda er ég með frekar góða upphandleggsvöðva," sagði Hrafnhildur Skúladóttir, fyrirliði Vals, eftir að Valur varð Íslandsmeistari kvenna í dag.

Hrafnhildur Ósk átti stórleik og dró vagninn fyrir sitt lið, einu sinni sem oftar.

„Við vorum aðeins stressaðar til að byrja með en unnum okkur hægt og rólega inn í leikinn. Ég vissi allan tímann að við myndum taka þennan bikar. Það var þvílík geðveiki í augunum á stelpunum fyrir leik og maður sá strax þá í hvað stefndi."

„Það var víst aðsóknarmet slegið hér í dag og aldrei hafa eins margir verið inn í höllinni. Það er bara algjör forréttindi að spila við svona aðstæður og ótrúleg stemmning."

„Ég er ekkert að fara hætta í boltanum og var að skrifa undir 2 ára samning við Val. Ég verð bara betri eftir því sem ég eldist."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×