Umfjöllun: Tvö glæsimörk tryggðu Stjörnukonum sigur á Val Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. maí 2012 22:09 Mynd/Daníel Íslandsmeistarar Stjörnunnar unnu í kvöld 2-1 sigur á bikarmeisturum Vals í stórleik 4. umferðar Pepsi-deildar kvenna. Stjarnan hefur unnið þrjá leiki í röð og en Valskonur töpuðu stigum annan leikinn í röð. Valskonur byrjuðu leikinn á Hlíðarenda betur í kvöld en gekk illa að brjóta vörn Stjörnukvenna á bak aftur. Gestirnir leyfðu Valskonum að koma með boltann óáreittar upp að miðju en mættu þeim þar af hörku og lokuðu sendingarmöguleikum. Stjörnukonur voru beittar fram á við þegar þær unnu boltann. Harpa Þorsteinsdóttir var nálægt því að koma þeim yfir eftir um hálftímaleik þegar Brett Maron, markvörður Vals, varði langskot hennar með tilþrifum. Hún kom hins vegar engum vörnum við á 32. mínútu. Þá fékk Ashley Bares boltann með varnarmann Vals í bakinu rétt utan vítateigs Valskvenna. Bares sneri varnarmanninn snyrtilega af sér og bylmingsskot hennar með vinstri fæti hafnaði efst í markhorni Vals. Óverjandi fyrir Maron í marki Vals og gestirnir fögnuðu að vonum vel. Í kjölfarið sóttu Valskonur í sig veðrið og fengu þrjú dauðafæri á innan við mínútu undir lok hálfleiksins. Fyrst varði Sandra Sigurðardóttir frá Svövu Rós Guðmundsdóttur sem slapp ein í gegn. Svava fékk boltann aftur en reyndi sendingu í stað skots og sóknin rann út í sandinn. Andartökum síðar fékk Dóra María Lárusdóttir boltann í algjöru dauðafæri á vítateig Stjörnunnar. Sandra var þá illa staðsett og Dóra María hafði því sem næst opið mark fyrir framan sig. Landsliðskonan valdi kraft fram yfir nákvæmni og skot hennar fór vel framhjá markinu og gestirnir gátu andað léttar. Gunnar Rafn Borgþórsson, þjálfari Valskvenna, skipti Telmu Hjaltalín Þrastardóttur inn á í hálfleik og greinilegt að blása átti til sóknar. Valskonur lágu á gestunum í upphafi hálfleiksins en gleymdu sér augnablik á 48. mínútu sem reyndist þeim dýrkeypt. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði Stjörnunnar og einn besti maður vallarins, sendi þá fallegan bolta fyrir markið frá hægri. Á fjærstöng var Ásgerður Stefanía Baldursdóttir sem skallaði boltann fallega í fjærhornið. Tveggja marka forysta og köld vatnsgusa í andlit Valskvenna sem gáfust þó ekki upp. Dóra María sendi þá boltann úr aukaspyrnu af löngu færi inn á teig Stjörnunnar þar sem Mist Edvardsdóttir var á auðum sjó og skallaði boltann fallega í fjærhornið. Staðan orðin 1-2 og leikurinn galopinn á ný. Valskonum tókst í tvígang að opna vörn Stjörnukvenna á þeim tíma sem eftir lifði en í bæði skiptin brást þeim bogalistin í góðu færi. Fyrst lagði varamaðurinn Rakel Logadóttir boltann út í teiginn á Telmu Hjaltalín sem mokaði boltanum yfir markið úr góðu færi. Í síðara skiptið barst boltinn út í teiginn þar sem fyrirliðinn Dóra María var í góðu færi en Stjörnukonur komust fyrir skot hennar á síðustu stundu og björguðu marki. Fimm mínútum fyrir leikslok var Mist svo rekin af velli fyrir að halda aftur af Ashley Bares sem var við það að sleppa í gegn. Hárréttur dómur og í kjölfarið fjaraði leikurinn út. Leikplan Stjörnunnar virtist ganga fullkomlega upp í kvöld. Liðið lá tilbaka, lokaði öllum leiðum heimamanna í átt að marki sínu og sóttu hratt þegar færi gafst. Liðið hefur unnið þrjá sigra í röð eftir tapið gegn Þór/KA í 1. umferð og glatt á hjalla í Garðabæ. Valskonur voru síst lakari aðilinn í leiknum en máttu sætta sig við tap. Þær hafa aðeins unnið einn sigur í fyrstu fjórum leikjum sínum en hafa verður í huga að tveir leikjanna voru á erfiðum útivöllum (Akureyri og Vestmannaeyjum) auk stórleiksins í kvöld. Rakel Logadóttir átti ágæta innkomu í lið Vals í kvöld og mun styrkja liðið. Ekkert annað en sigur kemur til greina þegar liðið sækir KR heim í á mánudagskvöldið. Ljóst er að liðið verður án Mistar í þeim leik og óvíst um þátttöku Hildar Antonsdóttur sem fór meidd af velli um miðjan síðari hálfleik. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Axel heldur fast í toppsætið Sport Fleiri fréttir McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sjá meira
Íslandsmeistarar Stjörnunnar unnu í kvöld 2-1 sigur á bikarmeisturum Vals í stórleik 4. umferðar Pepsi-deildar kvenna. Stjarnan hefur unnið þrjá leiki í röð og en Valskonur töpuðu stigum annan leikinn í röð. Valskonur byrjuðu leikinn á Hlíðarenda betur í kvöld en gekk illa að brjóta vörn Stjörnukvenna á bak aftur. Gestirnir leyfðu Valskonum að koma með boltann óáreittar upp að miðju en mættu þeim þar af hörku og lokuðu sendingarmöguleikum. Stjörnukonur voru beittar fram á við þegar þær unnu boltann. Harpa Þorsteinsdóttir var nálægt því að koma þeim yfir eftir um hálftímaleik þegar Brett Maron, markvörður Vals, varði langskot hennar með tilþrifum. Hún kom hins vegar engum vörnum við á 32. mínútu. Þá fékk Ashley Bares boltann með varnarmann Vals í bakinu rétt utan vítateigs Valskvenna. Bares sneri varnarmanninn snyrtilega af sér og bylmingsskot hennar með vinstri fæti hafnaði efst í markhorni Vals. Óverjandi fyrir Maron í marki Vals og gestirnir fögnuðu að vonum vel. Í kjölfarið sóttu Valskonur í sig veðrið og fengu þrjú dauðafæri á innan við mínútu undir lok hálfleiksins. Fyrst varði Sandra Sigurðardóttir frá Svövu Rós Guðmundsdóttur sem slapp ein í gegn. Svava fékk boltann aftur en reyndi sendingu í stað skots og sóknin rann út í sandinn. Andartökum síðar fékk Dóra María Lárusdóttir boltann í algjöru dauðafæri á vítateig Stjörnunnar. Sandra var þá illa staðsett og Dóra María hafði því sem næst opið mark fyrir framan sig. Landsliðskonan valdi kraft fram yfir nákvæmni og skot hennar fór vel framhjá markinu og gestirnir gátu andað léttar. Gunnar Rafn Borgþórsson, þjálfari Valskvenna, skipti Telmu Hjaltalín Þrastardóttur inn á í hálfleik og greinilegt að blása átti til sóknar. Valskonur lágu á gestunum í upphafi hálfleiksins en gleymdu sér augnablik á 48. mínútu sem reyndist þeim dýrkeypt. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði Stjörnunnar og einn besti maður vallarins, sendi þá fallegan bolta fyrir markið frá hægri. Á fjærstöng var Ásgerður Stefanía Baldursdóttir sem skallaði boltann fallega í fjærhornið. Tveggja marka forysta og köld vatnsgusa í andlit Valskvenna sem gáfust þó ekki upp. Dóra María sendi þá boltann úr aukaspyrnu af löngu færi inn á teig Stjörnunnar þar sem Mist Edvardsdóttir var á auðum sjó og skallaði boltann fallega í fjærhornið. Staðan orðin 1-2 og leikurinn galopinn á ný. Valskonum tókst í tvígang að opna vörn Stjörnukvenna á þeim tíma sem eftir lifði en í bæði skiptin brást þeim bogalistin í góðu færi. Fyrst lagði varamaðurinn Rakel Logadóttir boltann út í teiginn á Telmu Hjaltalín sem mokaði boltanum yfir markið úr góðu færi. Í síðara skiptið barst boltinn út í teiginn þar sem fyrirliðinn Dóra María var í góðu færi en Stjörnukonur komust fyrir skot hennar á síðustu stundu og björguðu marki. Fimm mínútum fyrir leikslok var Mist svo rekin af velli fyrir að halda aftur af Ashley Bares sem var við það að sleppa í gegn. Hárréttur dómur og í kjölfarið fjaraði leikurinn út. Leikplan Stjörnunnar virtist ganga fullkomlega upp í kvöld. Liðið lá tilbaka, lokaði öllum leiðum heimamanna í átt að marki sínu og sóttu hratt þegar færi gafst. Liðið hefur unnið þrjá sigra í röð eftir tapið gegn Þór/KA í 1. umferð og glatt á hjalla í Garðabæ. Valskonur voru síst lakari aðilinn í leiknum en máttu sætta sig við tap. Þær hafa aðeins unnið einn sigur í fyrstu fjórum leikjum sínum en hafa verður í huga að tveir leikjanna voru á erfiðum útivöllum (Akureyri og Vestmannaeyjum) auk stórleiksins í kvöld. Rakel Logadóttir átti ágæta innkomu í lið Vals í kvöld og mun styrkja liðið. Ekkert annað en sigur kemur til greina þegar liðið sækir KR heim í á mánudagskvöldið. Ljóst er að liðið verður án Mistar í þeim leik og óvíst um þátttöku Hildar Antonsdóttur sem fór meidd af velli um miðjan síðari hálfleik.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Axel heldur fast í toppsætið Sport Fleiri fréttir McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti