Laxinn mættur í Ytri-Rangá? Svavar Hávarðsson skrifar 30. maí 2012 07:00 Rangárflúðir. Hér veiddust þrír laxar í opnuninni í fyrrasumar. Mynd/Lax-á Ef athyglisgáfa ferðamanna á bökkum Ytri-Rangár svíkur okkur ekki þá er laxinn mættur í ána. Forsvarsmönnum Lax-ár barst símtal þessa efnis í gær frá fólki sem gisti á tjaldstæði Árhúsa skammt frá Tjarnarbreiðu. Taldi hópurinn sig sjá lax velta sér við bakkann og ákváðu að kanna betur hvers kyns væri. Þegar að bakkanum var komið rauk stór fiskur frá bakkanum og renndi sér út í dýpið. Niðurstaða ferðafólksins: Hér var á ferðinni 2ja ára lax, byggt á stærð hans og lit. Nú er það svo að lax gengur yfirleitt seint í Ytri-Rangá svo þaulreyndir Rangármenn voru spurðir hvort þessa þekktust dæmi frá fyrri tíð. Töldu þeir að hugsanlega væri hoplax á ferðinni eða einfaldlega stór urriði. Ekki er búið að setja niður teljarann í laxastigann við Ægissíðufoss svo ekki er hægt að staðfesta að lax hafi enn gengið stigann þetta árið. Verður því ekki skorið úr þessari deilu með nýjustu tækni. Í fyrra töldu menn sig sjá fyrstu laxana um miðjan júní en veiði byrjar þegar vika lifir af júní. Sjónarvottar töldu sig þó nokkuð vissa um að þarna hafi verið lax á ferðinni og það er óskandi að laxinn sé svona óvenjulega snemma á ferðinni þetta sumarið. Það veit á gott. Þegar áin var opnuð í fyrra þann 24. júní veiddust tíu laxar víðsvegar um ána. Þá komu tíu urriðar á land og var sá stærsti um tíu pund. Stór silungur er því sannarlega á ferli snemmsumars, en erfitt er að reikna móður náttúru út og fullyrða að þarna hafi ekki verið fallegur nýgenginn lax á ferðinni. Sjá frétt á lax-a.is Stangveiði Mest lesið Langá á Mýrum fer yfir 1000 laxa fyrir helgi Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði Heildarveiðin í Veiðivötnum 20.293 fiskar Veiði Ytri Rangá gæti bætt við sig 500 löxum Veiði Skemmtilegur tími framundan í Varmá Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Fluguhnýtingarkeppni í tilefni 75 ára afmælis Veiðimannsins Veiði Fín veðurspá fyrir vatnaveiðina um helgina Veiði Vatnsdalsá opnaði í morgun Veiði Góðu tímibili lokið í Steinsmýrarvötnum Veiði
Ef athyglisgáfa ferðamanna á bökkum Ytri-Rangár svíkur okkur ekki þá er laxinn mættur í ána. Forsvarsmönnum Lax-ár barst símtal þessa efnis í gær frá fólki sem gisti á tjaldstæði Árhúsa skammt frá Tjarnarbreiðu. Taldi hópurinn sig sjá lax velta sér við bakkann og ákváðu að kanna betur hvers kyns væri. Þegar að bakkanum var komið rauk stór fiskur frá bakkanum og renndi sér út í dýpið. Niðurstaða ferðafólksins: Hér var á ferðinni 2ja ára lax, byggt á stærð hans og lit. Nú er það svo að lax gengur yfirleitt seint í Ytri-Rangá svo þaulreyndir Rangármenn voru spurðir hvort þessa þekktust dæmi frá fyrri tíð. Töldu þeir að hugsanlega væri hoplax á ferðinni eða einfaldlega stór urriði. Ekki er búið að setja niður teljarann í laxastigann við Ægissíðufoss svo ekki er hægt að staðfesta að lax hafi enn gengið stigann þetta árið. Verður því ekki skorið úr þessari deilu með nýjustu tækni. Í fyrra töldu menn sig sjá fyrstu laxana um miðjan júní en veiði byrjar þegar vika lifir af júní. Sjónarvottar töldu sig þó nokkuð vissa um að þarna hafi verið lax á ferðinni og það er óskandi að laxinn sé svona óvenjulega snemma á ferðinni þetta sumarið. Það veit á gott. Þegar áin var opnuð í fyrra þann 24. júní veiddust tíu laxar víðsvegar um ána. Þá komu tíu urriðar á land og var sá stærsti um tíu pund. Stór silungur er því sannarlega á ferli snemmsumars, en erfitt er að reikna móður náttúru út og fullyrða að þarna hafi ekki verið fallegur nýgenginn lax á ferðinni. Sjá frétt á lax-a.is
Stangveiði Mest lesið Langá á Mýrum fer yfir 1000 laxa fyrir helgi Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði Heildarveiðin í Veiðivötnum 20.293 fiskar Veiði Ytri Rangá gæti bætt við sig 500 löxum Veiði Skemmtilegur tími framundan í Varmá Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Fluguhnýtingarkeppni í tilefni 75 ára afmælis Veiðimannsins Veiði Fín veðurspá fyrir vatnaveiðina um helgina Veiði Vatnsdalsá opnaði í morgun Veiði Góðu tímibili lokið í Steinsmýrarvötnum Veiði