Helgarviðtal: Stangveiði, fótbolti og sauðfé Garðar Örn Úlfarsson skrifar 2. júní 2012 08:00 Guðrún er úr Jökuldal og heiðin þar fyrir ofan hefur ávalt verið fjölskyldunni gjöful á silung. Árni Jóhannesson Guðrún Una Jónsdóttir skrifar veiðiáhugann alfarið á eiginmanninn og er nú farin að veiða meira en hann. Guðrún er formaður Stangaveiðifélags Akureyrar. Guðrún Una Jónsdóttir er 36 ára gjörgæsluhjúkrunarfræðingur á Sjúkrahúsinu á Akureyri, formaður Stangaveiðifélags Akureyrar og þriggja barna móðir. Áhugamálin segir Guðrún vera stangveiði, fótbolti, sauðfé.Hvenær byrjaðir þú að veiða á stöng og hvað varð þess valdandi að þú byrjaðir að veiða? Það skrifast alfarið á eiginmanninn Árna Jóhannesson en honum kynntist ég árið 1996. Hann hefur veitt síðan hann var polli svo það var annað hvort að sitja heima meðan hann færi að veiða eða bara að drífa sig með og læra sportið. Ég valdi semsagt síðari kostinn og sé ekki eftir því. Í dag hefur þetta snúist við því ég veiði orðið meira en hann. Pabbi var mikill tófubani en var líka í silungsveiði uppí Jökuldalsheiði og auðvitað skondraðist maður með þangað svo veiðibakterían er líklega aðeins komin frá honum líka.Hvað var fyrsta veiðivatnið sem þú stundaðir? Það eru náttúrulega Sænauta- og Ánavatn í Jökuldalsheiðinni en ég ólst upp á Jökuldal en líka Sléttuhlíðarvatn í Skagafirði en tengdafaðir minn átti hlut í því um tíma. Mjög gjöfult vatn og hægt að fá stóra urriða.Á hvað veiddir þú og á hvað veiðir þú? Ég veiddi lengi vel á spún og aðeins á maðk en síðustu ár hefur fluguveiðin tekið við og nú er svo komið að flugustöngin er eingöngu tekin með í veiðitúrana en gamla spúnastöngin fær að liggja heima. Nota eingöngu einhendu en langar að eignast og læra á tvíhenduna líka.Eftirminnilegasti fiskurinn? Eigum við ekki að segja að það sé fyrsti laxinn sem ég veiddi og en hann fékk ég út í Flateyjardalsá sem er nú engin laxveiðiá.Ég slapp þó með að bíta í veiðiuggann því hann var ekki til staðar þs fiskurinn var merktur. Því miður komst ég ekki að uppruna hans því hausinn glataðist þegar fiskurinn fór í reyk.Uppáhalds áin/vatnið? Jöklusvæðið hjá Strengir.is er algjör snilld. Þarna eru mínar uppeldisstöðvar og ræturnar eru jú sterkar. Þetta veiðisvæði er fjölbreytt því það samanstendur af fimm ám í öllum stærðargráðum og gefur flotta fiska. Draumurinn er að sjá laxinn ganga upp alla Jöklu og sá draumur gæti orðið að veruleika eftir eitt til tvö ár ef allt gengur upp. Ánavatn og Sænautavatn í Jökuldalsheiðinni eru í uppáhaldi og gefa stórar og flottar bleikjur. Hér norðan heiða er það Hörgáin sem er mitt uppáhald því hún er svo þægilega nálægt og gefur flotta sjóbleikju.Uppáhalds veiðistaðirnir? Gunnuhylur í Hneflu sem rennur við æskuheimili mitt og er ein af þverám Jöklu, þarna fékk ég lítinn lax fyrir tveimur árum og hylurinn var því skírður óformlega í höfuðið á mér. Þetta þótti mér vænt um því þarna lék ég mér stundum þegar sem krakki. Sauðárbreiðan í Kaldá á Jöklusvæðinu er heit sem og Arnarmelsbreiðan í Jöklu en þar fengum við hjónin 3 laxa á sama klukkutímanum síðasta sumar. Netselstanginn í Ánavatni er sérstakur og gefur bleikju ef hún er í tökustuði. Þelamerkurbreiðan í Hörgá bregst líka sjaldan.Veiða/sleppa? Hef verið talsvert í slagtogi með þeim Mokveiðifélagsmönnum og minn heittelskaði er einn af þeim svo nú er ég komin í hóp þeirra sem sleppa laxi. Tek þó alltaf eitthvað í soðið svona til að róa pabba og tengdapabba ;-). Sjóbleikjuna hef ég hirt hingað til og hún fer oftast beint í pottinn.Uppáhalds flugurnar? Sunray, Skröggur, Kolskeggur, Dýrbítur og Nobbler. Áttu þér fasta punkta í veiðinni, vorveiði, haustveiði, sérstakar ár eða vötn? Vötnin í Jökuldalsheiðinni eru heimsótt þegar ísa leysir, oftast í júníbyrjun. Förum alltaf í góðan laxveiðitúr á Jöklusvæðið í byrjun ágúst. Efri svæði Hörgár detta inn seinnipartinn í júlí og eru inni út september, haustlitirnir þar eru jú engum líkir og haustbleikjan spræk.Hvar á að veiða í sumar? Það eru nú þessir staðir sem ég er búin að nefna hér að ofan, það er Jökuldalsheiðin, Jöklusvæðið hjá Strengjum og Hörgáin. Þá er ég búin að bóka mig í Ólafsfjarðará og reikna með að kíkja í fleiri ár sem SVAK hefur uppá að bjóða eins og Svarfaðardalsá, Hraun og Syðrafjall í Laxá svo eitthvað sé nefnt.Álit á þróun stangveiði á Íslandi og verði á veiðileyfum? Verðlag á laxveiðileyfum er jú víða komið í hæstu hæðir sem er miður og þýðir einfaldlega það að venjulegt fólk á lítinn möguleika að fjármagna slíka veiði og minni stangveiðifélög eins og okkar eiga litla möguleika á að leigja slikar ár.Eru einhverjar sérstakar hefðir eða önnur skemmtilegheit sem þú hefur tileinkað þér í veiðinni? Ég hef farið með sömu derhúfuna að veiða í mörg ár og hef aldrei þvegið hana. Nú hef ég eignast nýja Liverpoolderhúfu sem ég keypti mér í fótboltaferð í Liverpool um páskana. Fór með hana á tvo Liverpoolleiki sem varð til þess að okkar mönnum gekk ótrúlega vel og uppskáru jafntefli og sigur. Hef í hyggju að nota hana í veiðinni í sumar í þeirri von að það færi mér marga og flotta fiska. Nú ef illa gengur skipti ég bara yfir í þá gömlu aftur ;-) Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði
Guðrún Una Jónsdóttir skrifar veiðiáhugann alfarið á eiginmanninn og er nú farin að veiða meira en hann. Guðrún er formaður Stangaveiðifélags Akureyrar. Guðrún Una Jónsdóttir er 36 ára gjörgæsluhjúkrunarfræðingur á Sjúkrahúsinu á Akureyri, formaður Stangaveiðifélags Akureyrar og þriggja barna móðir. Áhugamálin segir Guðrún vera stangveiði, fótbolti, sauðfé.Hvenær byrjaðir þú að veiða á stöng og hvað varð þess valdandi að þú byrjaðir að veiða? Það skrifast alfarið á eiginmanninn Árna Jóhannesson en honum kynntist ég árið 1996. Hann hefur veitt síðan hann var polli svo það var annað hvort að sitja heima meðan hann færi að veiða eða bara að drífa sig með og læra sportið. Ég valdi semsagt síðari kostinn og sé ekki eftir því. Í dag hefur þetta snúist við því ég veiði orðið meira en hann. Pabbi var mikill tófubani en var líka í silungsveiði uppí Jökuldalsheiði og auðvitað skondraðist maður með þangað svo veiðibakterían er líklega aðeins komin frá honum líka.Hvað var fyrsta veiðivatnið sem þú stundaðir? Það eru náttúrulega Sænauta- og Ánavatn í Jökuldalsheiðinni en ég ólst upp á Jökuldal en líka Sléttuhlíðarvatn í Skagafirði en tengdafaðir minn átti hlut í því um tíma. Mjög gjöfult vatn og hægt að fá stóra urriða.Á hvað veiddir þú og á hvað veiðir þú? Ég veiddi lengi vel á spún og aðeins á maðk en síðustu ár hefur fluguveiðin tekið við og nú er svo komið að flugustöngin er eingöngu tekin með í veiðitúrana en gamla spúnastöngin fær að liggja heima. Nota eingöngu einhendu en langar að eignast og læra á tvíhenduna líka.Eftirminnilegasti fiskurinn? Eigum við ekki að segja að það sé fyrsti laxinn sem ég veiddi og en hann fékk ég út í Flateyjardalsá sem er nú engin laxveiðiá.Ég slapp þó með að bíta í veiðiuggann því hann var ekki til staðar þs fiskurinn var merktur. Því miður komst ég ekki að uppruna hans því hausinn glataðist þegar fiskurinn fór í reyk.Uppáhalds áin/vatnið? Jöklusvæðið hjá Strengir.is er algjör snilld. Þarna eru mínar uppeldisstöðvar og ræturnar eru jú sterkar. Þetta veiðisvæði er fjölbreytt því það samanstendur af fimm ám í öllum stærðargráðum og gefur flotta fiska. Draumurinn er að sjá laxinn ganga upp alla Jöklu og sá draumur gæti orðið að veruleika eftir eitt til tvö ár ef allt gengur upp. Ánavatn og Sænautavatn í Jökuldalsheiðinni eru í uppáhaldi og gefa stórar og flottar bleikjur. Hér norðan heiða er það Hörgáin sem er mitt uppáhald því hún er svo þægilega nálægt og gefur flotta sjóbleikju.Uppáhalds veiðistaðirnir? Gunnuhylur í Hneflu sem rennur við æskuheimili mitt og er ein af þverám Jöklu, þarna fékk ég lítinn lax fyrir tveimur árum og hylurinn var því skírður óformlega í höfuðið á mér. Þetta þótti mér vænt um því þarna lék ég mér stundum þegar sem krakki. Sauðárbreiðan í Kaldá á Jöklusvæðinu er heit sem og Arnarmelsbreiðan í Jöklu en þar fengum við hjónin 3 laxa á sama klukkutímanum síðasta sumar. Netselstanginn í Ánavatni er sérstakur og gefur bleikju ef hún er í tökustuði. Þelamerkurbreiðan í Hörgá bregst líka sjaldan.Veiða/sleppa? Hef verið talsvert í slagtogi með þeim Mokveiðifélagsmönnum og minn heittelskaði er einn af þeim svo nú er ég komin í hóp þeirra sem sleppa laxi. Tek þó alltaf eitthvað í soðið svona til að róa pabba og tengdapabba ;-). Sjóbleikjuna hef ég hirt hingað til og hún fer oftast beint í pottinn.Uppáhalds flugurnar? Sunray, Skröggur, Kolskeggur, Dýrbítur og Nobbler. Áttu þér fasta punkta í veiðinni, vorveiði, haustveiði, sérstakar ár eða vötn? Vötnin í Jökuldalsheiðinni eru heimsótt þegar ísa leysir, oftast í júníbyrjun. Förum alltaf í góðan laxveiðitúr á Jöklusvæðið í byrjun ágúst. Efri svæði Hörgár detta inn seinnipartinn í júlí og eru inni út september, haustlitirnir þar eru jú engum líkir og haustbleikjan spræk.Hvar á að veiða í sumar? Það eru nú þessir staðir sem ég er búin að nefna hér að ofan, það er Jökuldalsheiðin, Jöklusvæðið hjá Strengjum og Hörgáin. Þá er ég búin að bóka mig í Ólafsfjarðará og reikna með að kíkja í fleiri ár sem SVAK hefur uppá að bjóða eins og Svarfaðardalsá, Hraun og Syðrafjall í Laxá svo eitthvað sé nefnt.Álit á þróun stangveiði á Íslandi og verði á veiðileyfum? Verðlag á laxveiðileyfum er jú víða komið í hæstu hæðir sem er miður og þýðir einfaldlega það að venjulegt fólk á lítinn möguleika að fjármagna slíka veiði og minni stangveiðifélög eins og okkar eiga litla möguleika á að leigja slikar ár.Eru einhverjar sérstakar hefðir eða önnur skemmtilegheit sem þú hefur tileinkað þér í veiðinni? Ég hef farið með sömu derhúfuna að veiða í mörg ár og hef aldrei þvegið hana. Nú hef ég eignast nýja Liverpoolderhúfu sem ég keypti mér í fótboltaferð í Liverpool um páskana. Fór með hana á tvo Liverpoolleiki sem varð til þess að okkar mönnum gekk ótrúlega vel og uppskáru jafntefli og sigur. Hef í hyggju að nota hana í veiðinni í sumar í þeirri von að það færi mér marga og flotta fiska. Nú ef illa gengur skipti ég bara yfir í þá gömlu aftur ;-)
Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði